Smitsjúkdómalæknir setur spurningarmerki við að hundruð barna fari í sóttkví ef eitt barn greinist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 10:57 Bryndís Sigurðardóttir er smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Vísir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira