Sky: Liverpool og Man. United í leyniviðræðum um evrópska ofurdeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 13:20 Liverpool fagnar sigri sínum í Meistaradeildinni vorið 2019. Getty/Ian MacNicol Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Sky fréttastofan slær því upp í dag að viðræður séu í gangi við mörg stærstu fótboltafélög Evrópu um að mynda nýja evrópska úrvalsdeild án beinnar aðkomu UEFA. Sky hefur heimildir fyrir því að bæði Liverpool og Manchester United séu í leyniviðræðum um að taka þátt í þessari deild en enn fremur er búist við því að Arsenal, Manchester City og Chelsea sé líka boðið að vera með. Lið frá Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni eru sögð vera í þessum viðræðum en það er búist við því að stærstu liðum Evrópu verði boðið að vera með og miklir peningar eru í boði. Liverpool and Manchester United are in talks about a bombshell plot to join a new FIFA-backed tournament that would reshape football's global landscape.— Sky Sports (@SkySports) October 20, 2020 JP Morgan bankinn hefur safnað miklu fjárfestingarfé til að setja deildina af stað. Talað um að stofnféð geti verið sex milljarðar dollara eða meira en 836 milljarðar íslenskra króna. Evrópska úrvalsdeildin, eins og vinnuheitið er (European Premier League), er deild sem er í samstarfi við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, en ekki UEFA sem sér um Meistaradeildina. Talað er um að mögulega geti þessi nýja evrópska úrvalsdeild farið af stað strax árið 2022. Hún á að vera skipuð átján liðum og leikirnir munu fara fram yfir allt tímabilið. Efstu liðin myndu síðan taka þátt í úrslitakeppni þar sem sigurvegararnir gætu fengið meira en hundrað milljónir punda á hverju ári eða meira tuttugu milljarða íslenskra króna. "There could be a debt package of up to £4.6million to fund the cost of launch"@MarkKleinmanSky reveals details of how Liverpool and Man Utd are among clubs in talks to join FIFA-backed 'European Premier League' pic.twitter.com/vlYnSr30d1— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 20, 2020 Evrópska úrvalsdeildin mun því verða í samkeppni við Meistaradeildina og það gæti þýtt mikla mótstöðu frá Knattspyrnusambandi Evrópu. Það má líka búast við því að UEFA og FIFA gætu farið í hart og endað fyrir dómstólum. Í frétt Sky kemur fram að formleg tilkynning gæti verið gefin út fyrir næstu mánaðamót en það eru þó enn einhverjar líkur á að þetta detti allt saman upp fyrir.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti