Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. október 2020 13:47 Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Reykjavík Grindavík Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira