Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 14:25 Frá Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 13:43 var 5,7 að stærð og átti upptök sín rúma fjóra kílómetra vestur af Krýsuvík samkvæmt óstaðfestum tölum Veðurstofunnar. Vallahverfi er sá hluti höfuðborgarsvæðisins sem er næst upptökunum. Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, segir að hann hafi fundist mjög vel innandyra en síður utandyra. Byggingin hafi gengið aðeins til í hristingnum. Yngstu nemendurnir voru farnir heim þegar jarðskjálftinn reið yfir og flestir þeirra sem eru í lengri viðveru í skólanum voru úti að leik og urðu ekki mikið varir við jarðhræringarnar, að sögn Lars. Miðdeild, börn á aldrinum tíu til tólf ára, var aftur á móti á leiðinni út úr skólanum og fundu börnin vel fyrir skjálftanum. Lars segist hafa verið á fjarfundi þegar jarðskjálftinn dundi á og hafi strax farið fram á gang að hlúa að starfsfólki og nemendum en allt í lagi hafi verið með alla. „Það var öllum náttúrulega brugðið en alveg rólegir,“ segir skólastjórinn um viðbrögð nemenda og kennara. Lars segist ekki hafa fundið fyrir öðrum eins jarðskjálfta í skólanum. Sérstaklega hafi hann varað lengi. Engir lausamunir hafi þó farið á hreyfingu. „Nú eru nemendur bara úti að leika að sér og allt í góðu,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47