Segir marga hafa verið í sóttkví við greiningu í gær sé áhöfnin tekin út fyrir mengið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03