80 milljónir króna í mannúðaraðstoð vegna neyðar á Sahel-svæðinu Heimsljós 21. október 2020 10:11 Frá flóttamannabúðum UNHCR í Malí CE/ECHO/Jean De Lestrange Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti í gær um 80 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Ríkin þrjú eru á svonefndu Mið-Sahelsvæði þar sem hungursneyð er yfirvofandi. Kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar í heiminum hefur gert ástandið þar enn verra. Sérstök áheitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Mið-Sahelsvæðið fór fram í gær. Í ræðu sem utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra flutti í gegnum fjarfundarbúnað lagði hann áherslu á að Ísland muni halda áfram málsvarastarfi á sviði mannréttinda. Þá vakti hann athygli á hnignandi jafnrétti í þessum heimshluta, sem meðal annars mætti rekja til ytri áhrifa kórónuveirufaraldursins. Einnig nefndi ráðherra mikilvægi grænnar langtímasýnar og samlegðaráhrifa mannúðarstarfs, þróunarsamvinnu og friðaraðgerða. Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpar framlagaráðstefnuna „Vopnuð átök, fátækt, skortur á uppbyggingu og loftslagsbreytingar hafa kallað miklar hörmungar yfir íbúa Mið-Sahel en líka mannréttabrot, afkomubrestur, fólksflótti, hungur og dauðsföll. Eins og við öll vitum hefur kórónuveirufaraldurinn svo bætt gráu ofan á svart,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í ávarpi sínu. „Grípa þarf til víðtækra aðgerða á svæðinu. Stofnanir á sviði mannúðar, þróunarsamvinnu og friðarumleitana verða að ganga í takt og vinna saman, þannig bæta þær hver aðra upp. Viðbrögð okkar verða að vera í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög og grundvallarþætti mannúðarstarfs,“ sagði hann ennfremur. Framlag Íslands er til tveggja ára og skiptist jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en þær eru á meðal áherslustofnana Íslands á sviði mannúðarmála. Neyðin í Mið-Sahel er talin ein sú versta í heiminum í dag. Búrkína Fasó, Malí og Níger eru við þolmörk en mikið neyðarástand hefur skapast þar að undanförnu og þörfin fyrir alþjóðlega aðstoð aukist að sama skapi. Hungursneyð blasir við íbúum svæðisins, fjöldi fólks er á flótta og kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er alvarlegt vandamál. Orsakirnar eru margar og samofnar en langvarandi fátækt og atvinnuleysi, mikil fólksfjölgun, loftlagsbreytingar, veikir stjórnarhættir og vopnuð átök eru á meðal þeirra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Malí Níger Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti í gær um 80 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Ríkin þrjú eru á svonefndu Mið-Sahelsvæði þar sem hungursneyð er yfirvofandi. Kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar í heiminum hefur gert ástandið þar enn verra. Sérstök áheitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Mið-Sahelsvæðið fór fram í gær. Í ræðu sem utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra flutti í gegnum fjarfundarbúnað lagði hann áherslu á að Ísland muni halda áfram málsvarastarfi á sviði mannréttinda. Þá vakti hann athygli á hnignandi jafnrétti í þessum heimshluta, sem meðal annars mætti rekja til ytri áhrifa kórónuveirufaraldursins. Einnig nefndi ráðherra mikilvægi grænnar langtímasýnar og samlegðaráhrifa mannúðarstarfs, þróunarsamvinnu og friðaraðgerða. Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpar framlagaráðstefnuna „Vopnuð átök, fátækt, skortur á uppbyggingu og loftslagsbreytingar hafa kallað miklar hörmungar yfir íbúa Mið-Sahel en líka mannréttabrot, afkomubrestur, fólksflótti, hungur og dauðsföll. Eins og við öll vitum hefur kórónuveirufaraldurinn svo bætt gráu ofan á svart,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í ávarpi sínu. „Grípa þarf til víðtækra aðgerða á svæðinu. Stofnanir á sviði mannúðar, þróunarsamvinnu og friðarumleitana verða að ganga í takt og vinna saman, þannig bæta þær hver aðra upp. Viðbrögð okkar verða að vera í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög og grundvallarþætti mannúðarstarfs,“ sagði hann ennfremur. Framlag Íslands er til tveggja ára og skiptist jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en þær eru á meðal áherslustofnana Íslands á sviði mannúðarmála. Neyðin í Mið-Sahel er talin ein sú versta í heiminum í dag. Búrkína Fasó, Malí og Níger eru við þolmörk en mikið neyðarástand hefur skapast þar að undanförnu og þörfin fyrir alþjóðlega aðstoð aukist að sama skapi. Hungursneyð blasir við íbúum svæðisins, fjöldi fólks er á flótta og kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er alvarlegt vandamál. Orsakirnar eru margar og samofnar en langvarandi fátækt og atvinnuleysi, mikil fólksfjölgun, loftlagsbreytingar, veikir stjórnarhættir og vopnuð átök eru á meðal þeirra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Malí Níger Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent