Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 11:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir var í mörg ár ein besta sundkona landsins og hefur meðal annars farið á tvenna Ólympíuleika. vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira