Forseti ASÍ segir öfl í samfélaginu vilja svipta launafólk réttindum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2020 12:28 Forseti ASÍ segir marga vilja nýta ferðina þegar kreppir að til að hafa réttindi af launafólki. Mynd/aðsend Forseti Alþýðusambandsins segir öfl í samfélaginu sem vilji losna við lágmarksvernd launafólks. Núverandi kreppa megi ekki verða til að auka ójöfnuð. Lausnin væri ekki niðurskurður í velferðarkerfinu eða stórfelldar kjaraskerðingar heldur að sækja fram og skapa störf. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins fór yfir það sem hefði áunnist með síðustu kjarasamningum í setningarræðu sinni á þingi ASÍ í morgun. Til að mynda með lækkun vaxta, lækkun skatta, hærri launum og hærri barnabótum. Mikið verk væri þó óunnið. Í kreppunni vegna faraldursins hefði atvinnuleysi stóraukist og nú væru um 20 þúsund manns án atvinnu. „Á krepputímum eru teknar ákvarðanir sem móta framtíðina og það er okkar að sækja fram fyrir hönd almennings í landinu og tryggja að slíkar ákvarðanir séu í þágu okkar allra,“ sagði Drífa. Það hafi ekki farið fram hjá neinum að atvinnurekendur hafi þrýst á um launalækkanir eða kjaraskerðingar með vísan til ástandsins. „Þetta eru oft sömu raddirnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei verið. Fólk sem vinnur á strípuðum töxtum eða hefur misst lífsviðurværið er ekki á sama báti og fjármálaráðherra eða forstjórar. Bara engan veginn,“ sagði forseti ASÍ. Í landinu væru beinlínis öfl sem vildu losna við lágmarksvernd launafólks. Sem teldu atvinnuleysistryggingar ýta undir leti og að fólki væri fullur sómi sýndur með innan við 300 þúsund krónur til mánaðalegrar framfærslu. „Við vinnum okkur ekki út úr þessari kreppu með niðurskurði í velferðarkerfunum okkar eða stórfelldum kjaraskerðingum. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja velferðina,“ sagði Drífa Snædal. Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir öfl í samfélaginu sem vilji losna við lágmarksvernd launafólks. Núverandi kreppa megi ekki verða til að auka ójöfnuð. Lausnin væri ekki niðurskurður í velferðarkerfinu eða stórfelldar kjaraskerðingar heldur að sækja fram og skapa störf. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins fór yfir það sem hefði áunnist með síðustu kjarasamningum í setningarræðu sinni á þingi ASÍ í morgun. Til að mynda með lækkun vaxta, lækkun skatta, hærri launum og hærri barnabótum. Mikið verk væri þó óunnið. Í kreppunni vegna faraldursins hefði atvinnuleysi stóraukist og nú væru um 20 þúsund manns án atvinnu. „Á krepputímum eru teknar ákvarðanir sem móta framtíðina og það er okkar að sækja fram fyrir hönd almennings í landinu og tryggja að slíkar ákvarðanir séu í þágu okkar allra,“ sagði Drífa. Það hafi ekki farið fram hjá neinum að atvinnurekendur hafi þrýst á um launalækkanir eða kjaraskerðingar með vísan til ástandsins. „Þetta eru oft sömu raddirnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei verið. Fólk sem vinnur á strípuðum töxtum eða hefur misst lífsviðurværið er ekki á sama báti og fjármálaráðherra eða forstjórar. Bara engan veginn,“ sagði forseti ASÍ. Í landinu væru beinlínis öfl sem vildu losna við lágmarksvernd launafólks. Sem teldu atvinnuleysistryggingar ýta undir leti og að fólki væri fullur sómi sýndur með innan við 300 þúsund krónur til mánaðalegrar framfærslu. „Við vinnum okkur ekki út úr þessari kreppu með niðurskurði í velferðarkerfunum okkar eða stórfelldum kjaraskerðingum. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja velferðina,“ sagði Drífa Snædal.
Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Stéttarfélagið Efling hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ 13. október 2020 19:52
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15
Boðar alvarleg átök á vinnumarkaði verði lífskjarasamningum sagt upp Formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík boðar alvarleg átök á vinnumarkaði fari svo að forsendur lífskjarasamningana verði metnar brostnar. Mörg fyrirtæki gangi vel þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustugeiranum. 24. september 2020 13:00