Tveir sautján ára Barca strákar skrifuðu söguna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 19:31 Ansu Fati fagnar marki sínu með Barcelona í gær. Getty/Alex Caparros Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Sjá meira
Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Sjá meira