Sá ekki tilgang þess að vera til Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 20:00 Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. Vísir/Vilhelm „Það er jafn mikilvægt að huga að andlegri heilsu og líkamlegri, ef ekki enn mikilvægara því ef okkur líður illa í sálinni getum við ekki gert neitt til að fara vel með líkamann,“ segir Andrea Eyland. Hún er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hefur opnað sig um andlega heilsu á samfélagsmiðlum síðustu daga í tengslum við átakið 39.is frá Geðhjálp. „Að vekja athygli á þessum málstað og mikilvægi þess að setja geðheilsu í forgang er að mínu mati stórkostlega mikilvægt. Heilbrigðiskerfið hefur ekki undan og getur ekki veitt öllum sem þurfa þá þjónustu sem þau lífsnauðsynlega þurfa á að halda og þessu verður að breyta og það strax. Líf fólks er undir því komið,“ segir Andrea. Hún birti einlægt myndband um eigin reynslu og hvatti fólk til þess að skrifa undir áskorun Geðhjálpar. Fékk sem betur fer hjálp „Fyrir rúmlega fimm árum var ég í þeim sporum að sjá ekki tilgang þess að vera til. Mig langaði ekki að vakna daginn eftir. Það er mikil skömm að líða svona og segja svo frá því. Ég átti börn til að lifa fyrir. En ég sá það ekki þá,“ sagði Andrea meðal annars í myndbandinu. „Alls konar áföll í gegnum lífsleiðina og engin úrvinnsla geta orðið til þess að einn daginn getum við ekki meir. Í mínu tilfelli var það eitt áfall sem magnaði upp hin og ég lenti á vegg með sjálfa mig. Ég gat sem betur fer fengið hjálp áður en hugsanir mínar fóru lengra,“ útskýrir Andrea. Hún þekkir einnig manneskju náið sem gekk enn lengra en lifði af. Hún bendir á að það eru ekki allir jafn heppnir. Andrea er margra barna móðir, bókarhöfundur og þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins og sjónvarpsþáttanna Líf Kviknar og Líf dafnar sem nú eru í framleiðslu. Hún heldur úti Instagram síðunni Kviknar, þar sem hún sýnir raunveruleikann í kringum meðgöngu, fæðingu og foreldrahlutverkið. Henni fannst mikilvægt að nota þennan vettvang til að vekja athygli á málefninu, en í kringum 10 þúsund einstaklingar fylgja Kviknar á Instagram. Andrea Eyland heldur úti samfélagi foreldra á Instagram síðunni Kviknar. Vísir/Vilhelm Vildi ekki vakna daginn eftir „Fyrir rúmlega fimm árum síðan gekk ég á vegg eftir röð áfalla frá 11 ára aldri. Ég leit aldrei á þetta sem eitthvað stórkostlegt en samt hlutir eins og útilokun af vinum og niðurlæging, áreitni kennara í framhaldsskóla, ofbeldissamband við fyrrverandi kærasta, nauðgun af manni sem ég bauð heim, erfið fæðing, skilnaður með ungabarn, að vera einstæð og svo að lokum kynferðileg áreitni yfirmanna sem flugfreyja og í kjölfarið atvinnumissir,“ segir Andrea um sinn dimmasta punkt. „Ég fékk alltaf góðan stuðning foreldra í gegnum allt lífið og taldi mig ekki þurfa að vinna neitt sérstaklega í mínum málum. Þar til ég uppgötvaði að ég var farin að fara illa með mig, vinna of mikið og drekka of mikið þegar dætur mínar voru í umsjá foreldra minna aðra hverja helgi. Að lokum fann ég ítrekað að ég vildi helst ekki vakna daginn eftir. Ég varð tilfinningalaus gegn sjálfri mér og lífinu og upplifði mig sem ömurlega manneskju og sérstaklega móður.“ Fyrst um sinn sagði hún engum frá líðan sinni. Nú fimm árum síðar er hún komin á nógu góðan stað til þess að opna sig um málefnið við þúsundir ókunnugra. „En einn daginn brotnaði ég gersamlega saman og leitaði til mömmu og bað hana að bjarga mér, ég gæti ekki meir og væri hrædd við þessar tilfinningar um vonleysi í lífinu. Eftir að foreldrar mínir gripu mig fékk ég hjálp í kerfinu, fór í EMDR meðferð þar sem ég fékk áfallahjálp og úrvinnslu tilfinninga minna og ég vann líka í meðvirkni sem ég virtist hafa þróað með mér gegnum tíðina. Ég kenndi sjálfri mér um allt sem ég hafði upplifað og gengið í gegnum og sjálfsástin var engin. Loksins gat ég með þessari hjálp styrkt sjálfa mig, leyst úr hnútunum sem fylgdi áföllunum og byggt upp ást mína á sjálfri mér og lífinu aftur.“ Nauðsynlegt að laga kerfið Andrea er þakklát fyrir að ekki fór verr, að hún sé enn til staðar fyrir börnin sín í dag. „Ég tók fjóra mánuði í fullri vinnu við þetta og allt sem ég hef lært af þessu hefur fylgt mér alla daga síðan. Ég á erfiða daga í dag eins og við öll en sjálfsvinnan hefur skilað sér í að ég get alltaf haldið áfram þó mér líði stundum eins og ég sé að bugast og ég held áfram að lifa og sjá allt það góða í því erfiða.“ Hún segir mikilvægt að þekkja þau áhrif sem eldri áföll geta haft á meðgöngu, fæðingu og foreldrahlutverkið. Tilfinningarnar í kringum það geta auðveldlega ýft upp gömul sár og erfið áföll sem eftir á að vinna úr. Í dag líður henni vel, er í góðu jafnvægi og sterk eftir allt saman til þess að takast við hvern dag eins og hann birtist. „Að verða foreldri hefur oft meiri áhrif á okkur en við gerum okkur grein fyrir. Ofan í það höfum við flest upplifað áföll og fæst okkar unnið úr þeim áður en við verðum foreldrar. Þetta þarf að laga. Kerfið verður að aðstoða fólk við þessa úrvinnslu fyrir barneignir svo við séum sem best í stakk búin til að eignast barn. Að leggja fjármagn í forvarnir til að koma í veg fyrir áföll fólks og síðan fjármagn fyrir fólk til að geta auðveldlega leitað sér aðstoðar er grunnstoð samfélagsins fyrir foreldra til að eignast börn og geta myndað raunveruleg tengsl við börnin sín óhindrað. Þannig verða til einstaklingar sem skapa samfélag með heilsteyptu fólki og á því græðum við öll.“ Vildi leggja sitt af mörkum Andrea segir að kerfið hafi brugðist of mörgum og því ættu allir að skrifa undir undirskriftalista Geðhjálpar. Herferðin 39 gengur út á að skora á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. 39 er fjöldi sjálfsvíga á síðasta ári og einnig meðaltal síðustu 10 ára en tölurnar fyrir árið 2020 eru strax mun hærri. „Geðhjálp hafði samband við Kviknar eins og marga sem hafa aðganga að fylgjendahóp til að ná til fólks í átaki sínu gegn sjálfsvígum. Ég vildi auðvitað leggja mitt af mörkum til að hjálpa og deildi myndum á miðlinum til að vekja athygli á að 39 létust í fyrra fyrir eigin hendi. Nokkrum dögum seinna var ég beðin að deila hvatningu til fylgjenda um að skrifa undir til að skora á stjórnvöld að setja geðheilsu í forgang í heilbrigðiskerfinu.“ Geðhjálp notar einnig vefsíðuna 39.is til að minna fólk með sjálfsvígshugsanir á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna, síminn þar er opinn allan sólarhringinn 552 2218 og vefsíðan www.pieta.is. „Ég ákvað að gera myndband af minni persónulega reynslu í þessu málefni og opna mig um eigin líðan. Mér fannst rétt að gera það á þessum tímapunkti, bæði er ég á góðum stað í lífinu og tilbúin að ræða eigin reynslu í þessum efnum en einnig af því mig langaði að leggja mitt af mörkum í meiri mæli en bara að biðja fólk að skrifa undir. Ég reyni oft að tengja persónulega reynslu inn í hluti sem ég er beðin að gera og auglýsa. Þannig tel ég mig ná bestum árangri fyrir fylgjendur mína og fyrirtækin eða samtökin sem ég vinn með.“ Andrea segir að hún hafi strax fengið mjög sterk viðbrögð við reynslusögunni. „Ég hef fengið mikið af þökkum og einnig reynslusögum af sömu líðan eða skilaboð frá einhverjum sem hafa misst fjölskyldu eða vini með þessum hætti. Alltaf ef ég set inn persónulegar færslur á Kviknar sem hvetur til að fleiri geri svo verður til þess að mörg taka þátt. Foreldrar treysta mér fyrir sinni reynslu og þau vilja deila henni með öðrum til að við finnum að við erum ekki í í okkar tilfinningum. Það er tilgangur Kviknar. Að hjálpa foreldrum í þeirra andlegu líðan og opna umræður um raunina í foreldrahlutverkinu.“ Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Geðheilbrigði Kviknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
„Það er jafn mikilvægt að huga að andlegri heilsu og líkamlegri, ef ekki enn mikilvægara því ef okkur líður illa í sálinni getum við ekki gert neitt til að fara vel með líkamann,“ segir Andrea Eyland. Hún er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hefur opnað sig um andlega heilsu á samfélagsmiðlum síðustu daga í tengslum við átakið 39.is frá Geðhjálp. „Að vekja athygli á þessum málstað og mikilvægi þess að setja geðheilsu í forgang er að mínu mati stórkostlega mikilvægt. Heilbrigðiskerfið hefur ekki undan og getur ekki veitt öllum sem þurfa þá þjónustu sem þau lífsnauðsynlega þurfa á að halda og þessu verður að breyta og það strax. Líf fólks er undir því komið,“ segir Andrea. Hún birti einlægt myndband um eigin reynslu og hvatti fólk til þess að skrifa undir áskorun Geðhjálpar. Fékk sem betur fer hjálp „Fyrir rúmlega fimm árum var ég í þeim sporum að sjá ekki tilgang þess að vera til. Mig langaði ekki að vakna daginn eftir. Það er mikil skömm að líða svona og segja svo frá því. Ég átti börn til að lifa fyrir. En ég sá það ekki þá,“ sagði Andrea meðal annars í myndbandinu. „Alls konar áföll í gegnum lífsleiðina og engin úrvinnsla geta orðið til þess að einn daginn getum við ekki meir. Í mínu tilfelli var það eitt áfall sem magnaði upp hin og ég lenti á vegg með sjálfa mig. Ég gat sem betur fer fengið hjálp áður en hugsanir mínar fóru lengra,“ útskýrir Andrea. Hún þekkir einnig manneskju náið sem gekk enn lengra en lifði af. Hún bendir á að það eru ekki allir jafn heppnir. Andrea er margra barna móðir, bókarhöfundur og þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins og sjónvarpsþáttanna Líf Kviknar og Líf dafnar sem nú eru í framleiðslu. Hún heldur úti Instagram síðunni Kviknar, þar sem hún sýnir raunveruleikann í kringum meðgöngu, fæðingu og foreldrahlutverkið. Henni fannst mikilvægt að nota þennan vettvang til að vekja athygli á málefninu, en í kringum 10 þúsund einstaklingar fylgja Kviknar á Instagram. Andrea Eyland heldur úti samfélagi foreldra á Instagram síðunni Kviknar. Vísir/Vilhelm Vildi ekki vakna daginn eftir „Fyrir rúmlega fimm árum síðan gekk ég á vegg eftir röð áfalla frá 11 ára aldri. Ég leit aldrei á þetta sem eitthvað stórkostlegt en samt hlutir eins og útilokun af vinum og niðurlæging, áreitni kennara í framhaldsskóla, ofbeldissamband við fyrrverandi kærasta, nauðgun af manni sem ég bauð heim, erfið fæðing, skilnaður með ungabarn, að vera einstæð og svo að lokum kynferðileg áreitni yfirmanna sem flugfreyja og í kjölfarið atvinnumissir,“ segir Andrea um sinn dimmasta punkt. „Ég fékk alltaf góðan stuðning foreldra í gegnum allt lífið og taldi mig ekki þurfa að vinna neitt sérstaklega í mínum málum. Þar til ég uppgötvaði að ég var farin að fara illa með mig, vinna of mikið og drekka of mikið þegar dætur mínar voru í umsjá foreldra minna aðra hverja helgi. Að lokum fann ég ítrekað að ég vildi helst ekki vakna daginn eftir. Ég varð tilfinningalaus gegn sjálfri mér og lífinu og upplifði mig sem ömurlega manneskju og sérstaklega móður.“ Fyrst um sinn sagði hún engum frá líðan sinni. Nú fimm árum síðar er hún komin á nógu góðan stað til þess að opna sig um málefnið við þúsundir ókunnugra. „En einn daginn brotnaði ég gersamlega saman og leitaði til mömmu og bað hana að bjarga mér, ég gæti ekki meir og væri hrædd við þessar tilfinningar um vonleysi í lífinu. Eftir að foreldrar mínir gripu mig fékk ég hjálp í kerfinu, fór í EMDR meðferð þar sem ég fékk áfallahjálp og úrvinnslu tilfinninga minna og ég vann líka í meðvirkni sem ég virtist hafa þróað með mér gegnum tíðina. Ég kenndi sjálfri mér um allt sem ég hafði upplifað og gengið í gegnum og sjálfsástin var engin. Loksins gat ég með þessari hjálp styrkt sjálfa mig, leyst úr hnútunum sem fylgdi áföllunum og byggt upp ást mína á sjálfri mér og lífinu aftur.“ Nauðsynlegt að laga kerfið Andrea er þakklát fyrir að ekki fór verr, að hún sé enn til staðar fyrir börnin sín í dag. „Ég tók fjóra mánuði í fullri vinnu við þetta og allt sem ég hef lært af þessu hefur fylgt mér alla daga síðan. Ég á erfiða daga í dag eins og við öll en sjálfsvinnan hefur skilað sér í að ég get alltaf haldið áfram þó mér líði stundum eins og ég sé að bugast og ég held áfram að lifa og sjá allt það góða í því erfiða.“ Hún segir mikilvægt að þekkja þau áhrif sem eldri áföll geta haft á meðgöngu, fæðingu og foreldrahlutverkið. Tilfinningarnar í kringum það geta auðveldlega ýft upp gömul sár og erfið áföll sem eftir á að vinna úr. Í dag líður henni vel, er í góðu jafnvægi og sterk eftir allt saman til þess að takast við hvern dag eins og hann birtist. „Að verða foreldri hefur oft meiri áhrif á okkur en við gerum okkur grein fyrir. Ofan í það höfum við flest upplifað áföll og fæst okkar unnið úr þeim áður en við verðum foreldrar. Þetta þarf að laga. Kerfið verður að aðstoða fólk við þessa úrvinnslu fyrir barneignir svo við séum sem best í stakk búin til að eignast barn. Að leggja fjármagn í forvarnir til að koma í veg fyrir áföll fólks og síðan fjármagn fyrir fólk til að geta auðveldlega leitað sér aðstoðar er grunnstoð samfélagsins fyrir foreldra til að eignast börn og geta myndað raunveruleg tengsl við börnin sín óhindrað. Þannig verða til einstaklingar sem skapa samfélag með heilsteyptu fólki og á því græðum við öll.“ Vildi leggja sitt af mörkum Andrea segir að kerfið hafi brugðist of mörgum og því ættu allir að skrifa undir undirskriftalista Geðhjálpar. Herferðin 39 gengur út á að skora á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. 39 er fjöldi sjálfsvíga á síðasta ári og einnig meðaltal síðustu 10 ára en tölurnar fyrir árið 2020 eru strax mun hærri. „Geðhjálp hafði samband við Kviknar eins og marga sem hafa aðganga að fylgjendahóp til að ná til fólks í átaki sínu gegn sjálfsvígum. Ég vildi auðvitað leggja mitt af mörkum til að hjálpa og deildi myndum á miðlinum til að vekja athygli á að 39 létust í fyrra fyrir eigin hendi. Nokkrum dögum seinna var ég beðin að deila hvatningu til fylgjenda um að skrifa undir til að skora á stjórnvöld að setja geðheilsu í forgang í heilbrigðiskerfinu.“ Geðhjálp notar einnig vefsíðuna 39.is til að minna fólk með sjálfsvígshugsanir á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna, síminn þar er opinn allan sólarhringinn 552 2218 og vefsíðan www.pieta.is. „Ég ákvað að gera myndband af minni persónulega reynslu í þessu málefni og opna mig um eigin líðan. Mér fannst rétt að gera það á þessum tímapunkti, bæði er ég á góðum stað í lífinu og tilbúin að ræða eigin reynslu í þessum efnum en einnig af því mig langaði að leggja mitt af mörkum í meiri mæli en bara að biðja fólk að skrifa undir. Ég reyni oft að tengja persónulega reynslu inn í hluti sem ég er beðin að gera og auglýsa. Þannig tel ég mig ná bestum árangri fyrir fylgjendur mína og fyrirtækin eða samtökin sem ég vinn með.“ Andrea segir að hún hafi strax fengið mjög sterk viðbrögð við reynslusögunni. „Ég hef fengið mikið af þökkum og einnig reynslusögum af sömu líðan eða skilaboð frá einhverjum sem hafa misst fjölskyldu eða vini með þessum hætti. Alltaf ef ég set inn persónulegar færslur á Kviknar sem hvetur til að fleiri geri svo verður til þess að mörg taka þátt. Foreldrar treysta mér fyrir sinni reynslu og þau vilja deila henni með öðrum til að við finnum að við erum ekki í í okkar tilfinningum. Það er tilgangur Kviknar. Að hjálpa foreldrum í þeirra andlegu líðan og opna umræður um raunina í foreldrahlutverkinu.“ Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Geðheilbrigði Kviknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00
„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02
Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01