Settu ákvörðunina í hendur iðkenda sem vildu langflestir hafa lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 16:41 Reebok Fitness H0ltagarðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14