Krónan hættir alfarið með plastpoka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 09:05 Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Vísir/Vilhelm Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira