Sjáðu hvernig Fabinho bjargaði Liverpool á marklínunni í Amsterdam í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 14:05 Fabinho kemur hér í veg fyrir að Dusan Tadic jafni metin fyrir Ajax á móti Liverpool í gær. AP/Peter Dejong Liverpool fór með öll þrjú stigin heim frá Amsterdam í gær eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það hafði getað farið öðruvísi ef Fabinho hefði ekki notið við. Það þurfti bæði leiklestur og líkamlega hæfileika til að koma í veg fyrir að Ajax liðið jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Fabinho hefur nóg af báðu eins og hann sýndi í magnaðri björgun sinni á marklínu í leiknum í gærkvöldi. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, færði Fabinho af miðjunni og niður í miðvörðinn til að leysa af Virgil van Dijk. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Getty/Alex Gottschalk Fabinho spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur leyst áður. Það var þó á 44. mínútu sem hann hafði mest áhrif á leikinn. Fabinho las þá leikinn mjög vel þegar Dusan Tadic, sóknarmaður Ajax, slapp í gegn. Dusan Tadic lyfti boltanum yfir Adrian markvörð og knötturinn var á leiðinni í markið. Fabinho hljóp hins vegar í átt að markinu og tókst að sparka boltanum frá marki áður en hann fór yfir marklínuna. Dómarinn leit á klukkuna sína en marklínutæknin sagði að boltinn hefði ekki farið inn. Endursýningarnar í sjónvarpinu sýndu líka að Fabinho náði boltanum áður en hann fór inn í markið. Það má sjá þessa geggjuðu björgun hér fyrir neðan. Klippa: Fabinho bjargar Liverpool á marklínunni Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Liverpool fór með öll þrjú stigin heim frá Amsterdam í gær eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það hafði getað farið öðruvísi ef Fabinho hefði ekki notið við. Það þurfti bæði leiklestur og líkamlega hæfileika til að koma í veg fyrir að Ajax liðið jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Fabinho hefur nóg af báðu eins og hann sýndi í magnaðri björgun sinni á marklínu í leiknum í gærkvöldi. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, færði Fabinho af miðjunni og niður í miðvörðinn til að leysa af Virgil van Dijk. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Getty/Alex Gottschalk Fabinho spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur leyst áður. Það var þó á 44. mínútu sem hann hafði mest áhrif á leikinn. Fabinho las þá leikinn mjög vel þegar Dusan Tadic, sóknarmaður Ajax, slapp í gegn. Dusan Tadic lyfti boltanum yfir Adrian markvörð og knötturinn var á leiðinni í markið. Fabinho hljóp hins vegar í átt að markinu og tókst að sparka boltanum frá marki áður en hann fór yfir marklínuna. Dómarinn leit á klukkuna sína en marklínutæknin sagði að boltinn hefði ekki farið inn. Endursýningarnar í sjónvarpinu sýndu líka að Fabinho náði boltanum áður en hann fór inn í markið. Það má sjá þessa geggjuðu björgun hér fyrir neðan. Klippa: Fabinho bjargar Liverpool á marklínunni
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira