Segir almannahagsmunum Hafnfirðinga fórnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 23:22 Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segir almannahagsmunum Hafnfirðinga hafa verið fórnað þegar bæjarráðið samþykkti í morgun tillögu meirihluta bæjarstjórnarinnar um að taka tilboði félags lífeyrissjóða um kaup á 15,42 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum. „Þetta er svartur dagur í dag þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákváðu að selja hlut Hafnarfjarðar í orkuveitufyrirtækinu HS-Veitum,“ skrifar Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook. Hann bendir á að hlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum hafi frá árinu 2013 hækkað um 2 milljarða. Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að selja 15,42 prósenta hlut sinn í HS Veitum. mynd/ stefán Tilboðið sem samþykkt var hljóðar upp á 3,5 milljarða króna en endanleg ákvörðun um söluna verður tekin á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. „Staða stærri sveitarfélaga landsins er skelfileg. Úr því verður að bæta með úrræðum sem ríkisvaldið getur ekki hundsað því 90% verkefna sveitarfélaga er lögboðin þjónusta. Eftir þessum aðgerðum vill meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki bíða heldur drífa í að selja gullgæsina sem margfaldað hefur verðgildi sitt,“ skrifar Sigurður. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað í vor að hefja undirbúning að sölu hlutarins í HS Veitum sem vakið hefur mikla gagnrýni minnihlutans. Þá hefur hópur Hafnfirðinga staðið fyrir því undanfarna mánuði að safna undirskriftum og krefja bæjarstjórnina að setja, þá fyrirhugaða sölu, í íbúakosningu en bar það ekki árangur sem erfiði. Meirihlutinn hefur í umræðu um söluna bent til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Segir meðal annars í fundargerð bæjarráðs frá því í morgun að salan dragi verulega úr lánsfjárþörf bæjarins og þar með afborgunum og vaxtagreiðslum til framtíðar. „Framundan eru blómatímar hjá HS-veitum s.s. rafvæðing hafnanna, fiskeldi og fleira sem gera mun verðmæti hlutabréfa HS-veitna enn meira. Fram hjá þessum hagsmunum vill meirihlutinn í Hafnarfirði horfa,“ skrifar Sigurður. „Þetta mun á endanum hækka verð til neytenda þótt þröngur rammi sé til þess nú en hingað til hefur það ekki þvælst fyrir löggjafarvaldinu að breyta lögum, enda lög mannanna verk. Skammtímasjónarmið ráða hér því algjörlega ferðinni hjá meirihlutanum.“ Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. 22. október 2020 14:00 Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. 6. júlí 2020 13:48 Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segir almannahagsmunum Hafnfirðinga hafa verið fórnað þegar bæjarráðið samþykkti í morgun tillögu meirihluta bæjarstjórnarinnar um að taka tilboði félags lífeyrissjóða um kaup á 15,42 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum. „Þetta er svartur dagur í dag þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákváðu að selja hlut Hafnarfjarðar í orkuveitufyrirtækinu HS-Veitum,“ skrifar Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook. Hann bendir á að hlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum hafi frá árinu 2013 hækkað um 2 milljarða. Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að selja 15,42 prósenta hlut sinn í HS Veitum. mynd/ stefán Tilboðið sem samþykkt var hljóðar upp á 3,5 milljarða króna en endanleg ákvörðun um söluna verður tekin á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. „Staða stærri sveitarfélaga landsins er skelfileg. Úr því verður að bæta með úrræðum sem ríkisvaldið getur ekki hundsað því 90% verkefna sveitarfélaga er lögboðin þjónusta. Eftir þessum aðgerðum vill meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki bíða heldur drífa í að selja gullgæsina sem margfaldað hefur verðgildi sitt,“ skrifar Sigurður. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað í vor að hefja undirbúning að sölu hlutarins í HS Veitum sem vakið hefur mikla gagnrýni minnihlutans. Þá hefur hópur Hafnfirðinga staðið fyrir því undanfarna mánuði að safna undirskriftum og krefja bæjarstjórnina að setja, þá fyrirhugaða sölu, í íbúakosningu en bar það ekki árangur sem erfiði. Meirihlutinn hefur í umræðu um söluna bent til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Segir meðal annars í fundargerð bæjarráðs frá því í morgun að salan dragi verulega úr lánsfjárþörf bæjarins og þar með afborgunum og vaxtagreiðslum til framtíðar. „Framundan eru blómatímar hjá HS-veitum s.s. rafvæðing hafnanna, fiskeldi og fleira sem gera mun verðmæti hlutabréfa HS-veitna enn meira. Fram hjá þessum hagsmunum vill meirihlutinn í Hafnarfirði horfa,“ skrifar Sigurður. „Þetta mun á endanum hækka verð til neytenda þótt þröngur rammi sé til þess nú en hingað til hefur það ekki þvælst fyrir löggjafarvaldinu að breyta lögum, enda lög mannanna verk. Skammtímasjónarmið ráða hér því algjörlega ferðinni hjá meirihlutanum.“
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. 22. október 2020 14:00 Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. 6. júlí 2020 13:48 Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. 22. október 2020 14:00
Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. 6. júlí 2020 13:48
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04