Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 23:34 Björgvin Páll Gústavsson segir „gjörsamlega galið“ að fólk hafi skipst í fylkingar í umræðu um eineltismál. vísir/afp Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34
„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent