Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 06:45 Vindaspá Veðurstofunnar klukkan níu í fyrramálið sýnir að ansi hvasst verður sunnan- og suðaustantil. Veðurstofa Íslands Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. Þá verður skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar él eða slydduél á Norðausturlandi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Í kvöld munu svo leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið suður úr höfum og á þá að hvessa úr austri syðst á landinu. Þessi fyrrverandi fellibylur hefur sameinast annarri lægð sem nú eru af svipuðum styrk og vetrarlægð á norðanverðu Atlantshafi. „Nýja lægðin staldrar dálítið við, eitthvað út vikuna. Má búast við að hvasst verði með suðurströndinni, allt að 18-23 m/s undir Eyjafjöllum og austur í Öræfum, frá og með í nótt og jafnvel fram á föstudag. Ferðalangar á þessum svæðum ættu að fylgjast með veðurspám og viðvörunum. Við sleppum við mest alla úrkomuna úr lægðinni sem er talsverð á djúpunum suður og suðvestur af landinu. Annars austlæg átt 8-15 m/s á morgun, hvassast norðvestantil. Lítlsháttar él um norðaustanvert landið, en bjart veður vestantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan 3-10, hvassast vestanlands, en 10-15 við suðurströndina og á Vestfjörðum seinni partinn. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en lítilsháttar él eða slydduél norðaustantil. Austlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig, en frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi í kvöld og á morgun. Á þriðjudag: Austlæg átt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig. Á miðvikudag: Norðaustlæg átt, 10-18 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en bjart yfir Vesturlandi. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Stíf austanátt með rigningu um mest allt land, talsverð suðaustan- og austantil. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Suðaustan kaldi og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu og bjartara veður norðaustantil. Áfram svipaður hiti. Veður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Sjá meira
Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. Þá verður skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítils háttar él eða slydduél á Norðausturlandi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Í kvöld munu svo leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið suður úr höfum og á þá að hvessa úr austri syðst á landinu. Þessi fyrrverandi fellibylur hefur sameinast annarri lægð sem nú eru af svipuðum styrk og vetrarlægð á norðanverðu Atlantshafi. „Nýja lægðin staldrar dálítið við, eitthvað út vikuna. Má búast við að hvasst verði með suðurströndinni, allt að 18-23 m/s undir Eyjafjöllum og austur í Öræfum, frá og með í nótt og jafnvel fram á föstudag. Ferðalangar á þessum svæðum ættu að fylgjast með veðurspám og viðvörunum. Við sleppum við mest alla úrkomuna úr lægðinni sem er talsverð á djúpunum suður og suðvestur af landinu. Annars austlæg átt 8-15 m/s á morgun, hvassast norðvestantil. Lítlsháttar él um norðaustanvert landið, en bjart veður vestantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan 3-10, hvassast vestanlands, en 10-15 við suðurströndina og á Vestfjörðum seinni partinn. Skýjað með köflum og þurrt að kalla, en lítilsháttar él eða slydduél norðaustantil. Austlæg átt á morgun, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 0 til 6 stig, en frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi í kvöld og á morgun. Á þriðjudag: Austlæg átt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Bjart með köflum, en lítilsháttar rigning eða slydda á austanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig. Á miðvikudag: Norðaustlæg átt, 10-18 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en bjart yfir Vesturlandi. Hiti 0 til 6 stig. Á fimmtudag: Stíf austanátt með rigningu um mest allt land, talsverð suðaustan- og austantil. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Suðaustan kaldi og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að mestu og bjartara veður norðaustantil. Áfram svipaður hiti.
Veður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Sjá meira