Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 12:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
„Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02
Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58
Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46