„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2020 15:00 Íslenska kvennalandsliðið er ósigrað í undankeppni EM. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira