Þreyttur eftir langt flug fjölskyldunnar morguninn fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 15:32 Frá vettvangi slyssins laugardaginn 19. október. LHG Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða. Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða.
Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira