TBR opnar dyrnar með ströngum reglum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 15:52 Frá verðlaunaafhendingu í stóra salnum hjá TBR. TBR Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent