Ræktar ellefu þúsund jólastjörnur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2020 19:30 Birgir Steinn Birgisson hjá garðyrkjustöðinni Ficus í Hveragerði er einn af þremur garðyrkjubændum í landinu, sem ræktar jólastjörnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubóndi í Hveragerði segist vera komin í jólaskap fyrir löngu enda búin að vera að rækta jólastjörnur frá því í sumar, sem fara nú að fara í verslanir. Garðyrkjubóndinn ræktar um ellefu þúsund jólastjörnur með fimm mismunandi litum. Birgir Steinn Birgisson hjá garðyrkjustöðinni Ficus í Hveragerði er einn af þremur garðyrkjubændum í landinu, sem ræktar jólastjörnur. Gróðurhúsið hans er þakið fallegum rauðum jólastjörnum og svo er hann með nokkur önnur litarafbrigði, sem hann hefur verið að prófa sig áfram með. „Það tekur fjóra til fimm mánuði að rækta eina jólastjörnu,“ segir Birgir. Rauðu jólastjörnurnar eru alltaf vinsælastar og seljast best í verslunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er besta að hugsa um jólastjörnur? „Ég myndi láta hana á stofuborðið eins og fólk gerir venjulega og ekki að vökva hana of mikið. Það er gott að vökva hana með undirvökvun þannig að hún drekkur upp vatnið eins og hún vill gera og sturta svo úr og leyfa henni að ráða ferðinni. Þannig að ég myndi segja að það yrði vökvun svona fimmta hvern dag.“ Birgir Steinn ræktar fimm mismunandi litarafbrigði af jólastjörnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birgir segist löngu vera komin í jólaskap. „Já, já, við fórum í jólaskap í júlí, þá byrja jólin hérna í Bröttuhlíðinni í Hveragerði. Ég vil bara fá að segja gleðileg jól við alla landsmenn,“ segir Birgir garðyrkjubóndi léttur í bragði. Gróðurhúsið hjá Birgi, sem er fullt af fallegum jólastjörnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Garðyrkjubóndi í Hveragerði segist vera komin í jólaskap fyrir löngu enda búin að vera að rækta jólastjörnur frá því í sumar, sem fara nú að fara í verslanir. Garðyrkjubóndinn ræktar um ellefu þúsund jólastjörnur með fimm mismunandi litum. Birgir Steinn Birgisson hjá garðyrkjustöðinni Ficus í Hveragerði er einn af þremur garðyrkjubændum í landinu, sem ræktar jólastjörnur. Gróðurhúsið hans er þakið fallegum rauðum jólastjörnum og svo er hann með nokkur önnur litarafbrigði, sem hann hefur verið að prófa sig áfram með. „Það tekur fjóra til fimm mánuði að rækta eina jólastjörnu,“ segir Birgir. Rauðu jólastjörnurnar eru alltaf vinsælastar og seljast best í verslunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er besta að hugsa um jólastjörnur? „Ég myndi láta hana á stofuborðið eins og fólk gerir venjulega og ekki að vökva hana of mikið. Það er gott að vökva hana með undirvökvun þannig að hún drekkur upp vatnið eins og hún vill gera og sturta svo úr og leyfa henni að ráða ferðinni. Þannig að ég myndi segja að það yrði vökvun svona fimmta hvern dag.“ Birgir Steinn ræktar fimm mismunandi litarafbrigði af jólastjörnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birgir segist löngu vera komin í jólaskap. „Já, já, við fórum í jólaskap í júlí, þá byrja jólin hérna í Bröttuhlíðinni í Hveragerði. Ég vil bara fá að segja gleðileg jól við alla landsmenn,“ segir Birgir garðyrkjubóndi léttur í bragði. Gróðurhúsið hjá Birgi, sem er fullt af fallegum jólastjörnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira