Afríkuríki þurfa að búa sig betur undir loftslagsbreytingar Heimsljós 27. október 2020 12:05 Gunnisal Afríkuríki þurfa að búa sig betur undir loftslagsbreytingar og bregðast við ýmiss konar vá sem er í kortunum, segir í nýrri skýrslu nokkurra fjölþjóðastofnana undir forystu Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna (WMO). Sambærilegar skýrslur eru væntanlegar um aðrar heimsálfur á næstunni. „Á síðustu mánuðum höfum við séð ógurleg flóð, horft upp á engisprettufaraldra og yfirvofandi eru miklir þurrkar. Heimsfaraldur COVID-19 hefur gert illt verra,“ segir Petteri Taalas framkvæmdastjóri WMO. Fram kemur í skýrslunni að engin heimsálfa verði verr úti í loftslagsbreytingum en Afríka, hitastig hafi hækkað smám saman frá byrjun aldarinnar og á næstu fimm árum sé útlit fyrir að bæði norður- og suðurhluti álfunnar verði þurrari og hlýrri. Á sama tíma líti út fyrir meiri úrkomu á Sahelsvæðinu í vesturhluta Afríku. Að mati skýrsluhöfunda er bæði þörf á mótvægisaðgerðum og aðgerðum til aðlögunar. Í skýrslunni segir að landbúnaður sé lykillinn að því að byggja upp loftslagsþol, sú atvinnugrein skapi flest störf og reiði sig jafnframt mest á vatn og orku sem hvoru tveggja hafi mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Mælt er með stefnubreytingum í samgöngumálum, orkumálum, innviðum og iðnaði. Þá segir að fjármögnun hafi batnað með tilkomu græna loftslagssjóðsins (Green Climate Fund) en hins vegar séu enn takmarkanir hvað varðar getu Afríkuríkja til að nýta sér slíka sjóði. Loftslagsbreytingar hafa stuðlað að auknu fæðuóöryggi í álfunni, fjölgun sjúkdómstilvika sem moskítóflugur bera milli manna, gífurlegum fólksflutningum og afbrigðilegum veðurfyrirbærum eins og fellilbylnum Idai sem gerði mikinn usla í Mósambík, Malaví og Simbabve árið 2019. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Suður-Afríka Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Afríkuríki þurfa að búa sig betur undir loftslagsbreytingar og bregðast við ýmiss konar vá sem er í kortunum, segir í nýrri skýrslu nokkurra fjölþjóðastofnana undir forystu Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna (WMO). Sambærilegar skýrslur eru væntanlegar um aðrar heimsálfur á næstunni. „Á síðustu mánuðum höfum við séð ógurleg flóð, horft upp á engisprettufaraldra og yfirvofandi eru miklir þurrkar. Heimsfaraldur COVID-19 hefur gert illt verra,“ segir Petteri Taalas framkvæmdastjóri WMO. Fram kemur í skýrslunni að engin heimsálfa verði verr úti í loftslagsbreytingum en Afríka, hitastig hafi hækkað smám saman frá byrjun aldarinnar og á næstu fimm árum sé útlit fyrir að bæði norður- og suðurhluti álfunnar verði þurrari og hlýrri. Á sama tíma líti út fyrir meiri úrkomu á Sahelsvæðinu í vesturhluta Afríku. Að mati skýrsluhöfunda er bæði þörf á mótvægisaðgerðum og aðgerðum til aðlögunar. Í skýrslunni segir að landbúnaður sé lykillinn að því að byggja upp loftslagsþol, sú atvinnugrein skapi flest störf og reiði sig jafnframt mest á vatn og orku sem hvoru tveggja hafi mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Mælt er með stefnubreytingum í samgöngumálum, orkumálum, innviðum og iðnaði. Þá segir að fjármögnun hafi batnað með tilkomu græna loftslagssjóðsins (Green Climate Fund) en hins vegar séu enn takmarkanir hvað varðar getu Afríkuríkja til að nýta sér slíka sjóði. Loftslagsbreytingar hafa stuðlað að auknu fæðuóöryggi í álfunni, fjölgun sjúkdómstilvika sem moskítóflugur bera milli manna, gífurlegum fólksflutningum og afbrigðilegum veðurfyrirbærum eins og fellilbylnum Idai sem gerði mikinn usla í Mósambík, Malaví og Simbabve árið 2019. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Suður-Afríka Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent