Fótbolti

Helena, Margrét Lára og Bára gera upp leikinn við Svía á Stöð 2 Sport í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna munu vera með puttann á púlsinum í kvöld og fara vel yfir leik íslensku stelpnanna í Svíþjóð.
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna munu vera með puttann á púlsinum í kvöld og fara vel yfir leik íslensku stelpnanna í Svíþjóð. Samsett/Vilhelm

Pepsi Max mörkin verða með sérstakan aukaþátt í kvöld þar sem farið verður ítarlega yfir leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM kvenna.

Helena Ólafsdóttir kallar til sín Margréti Láru Viðarsdóttur og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur og þær munu fara vel yfir leikinn í dag.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir hefur slegið í gegn með leikgreiningar sínar í sumar og Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi með 79 mörk.

Leikur Íslands og Svíþjóðar er úrslitaleikur um sigur í riðlinum en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum.

Liðin hafa unnið alla leiki sína fyrir utan jafnteflisleikinn í Dalnum en Svíar hafa leikið einum leik meira og eru með þremur stigum meira. Markatala Svía er líka +30 á móti +19 hjá íslensku stelpunum.

Leikur Svíþjóðar og Íslands hefst klukkan 17.30 í Gautaborg og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Pepsi Max mörk kvenna hefjast síðan á Stöð 2 Sport eftir Meistaradeildarmessuna í kvöld eða um klukkan 22.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×