Lampard skildi Thiago Silva eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 12:00 Thiago Silva í leik með Chelsea á móti Manchester United um síðustu helgi. AP/Michael Regan Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira