Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. október 2020 18:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að kerfið sé að virka. Vísir/Egill Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira