Samþykkja sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 22:57 Hafnarfjörður hefur verið á meðal hluthafa í HS Veitum frá stofnun árið 2008. Fyrirtækið annast sölu og dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og dreifingu á raforku á Suðurnesjum, á nokkrum stöðum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði snýr þjónusta fyrirtækisins að dreifingu á rafmagni að því er segir í tilkynningu frá bænum. Vísir Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Hlutur bæjarins verður seldur fyrir þrjá og hálfan milljarð króna en kaupendur að bréfunum eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarkaupstað nú í kvöld. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna hófst með samþykki bæjarráðs í apríl en ákvörðunin hefur sætt talsverðri gagnrýni. „Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða ítarlegt söluferli hefur verið ákveðið að taka tilboði HSV eignarhaldsfélags í hlutinn. Að baki félaginu standa 14 lífeyrissjóðir (90%) auk annarra fagfjárfesta,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnar áfanganum. „Vel heppnuð sala á liðlega 15% hlut í HS Veitum er fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott verð fékkst fyrir hlutinn og mun andvirðið styrkja bæjarsjóð Hafnarfjarðarbæjar verulega til að mæta tekjutapi og efnahagslegum þrengingum vegna Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir Rósu í tilkynningunni. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa margir hverjir gagnrýnt áformin um sölu bæjarins á hlutabréfum í HS Veitum en fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn hefur til að mynda sagt ákvörðunina fela í sér ógn við almannahagsmuni Hafnfirðinga. Þá hefur oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn jafnframt lýst efasemdum. Þessu kveðst bæjarstjóri ekki sammála. „Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Kaupendur eru að mestu lífeyrissjóðir sem standa að baki yfir helmingi af lífeyriskerfi landsins. Andvirði sölunnar dregur úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðarbæjar og þar með afborgunum og vöxtum í framtíðinni og veitir um leið færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ er ennfremur haft eftir Rósu í tilkynningunni sem send var út í kvöld. Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Hlutur bæjarins verður seldur fyrir þrjá og hálfan milljarð króna en kaupendur að bréfunum eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarkaupstað nú í kvöld. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna hófst með samþykki bæjarráðs í apríl en ákvörðunin hefur sætt talsverðri gagnrýni. „Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða ítarlegt söluferli hefur verið ákveðið að taka tilboði HSV eignarhaldsfélags í hlutinn. Að baki félaginu standa 14 lífeyrissjóðir (90%) auk annarra fagfjárfesta,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnar áfanganum. „Vel heppnuð sala á liðlega 15% hlut í HS Veitum er fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott verð fékkst fyrir hlutinn og mun andvirðið styrkja bæjarsjóð Hafnarfjarðarbæjar verulega til að mæta tekjutapi og efnahagslegum þrengingum vegna Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir Rósu í tilkynningunni. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa margir hverjir gagnrýnt áformin um sölu bæjarins á hlutabréfum í HS Veitum en fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn hefur til að mynda sagt ákvörðunina fela í sér ógn við almannahagsmuni Hafnfirðinga. Þá hefur oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn jafnframt lýst efasemdum. Þessu kveðst bæjarstjóri ekki sammála. „Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Kaupendur eru að mestu lífeyrissjóðir sem standa að baki yfir helmingi af lífeyriskerfi landsins. Andvirði sölunnar dregur úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðarbæjar og þar með afborgunum og vöxtum í framtíðinni og veitir um leið færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ er ennfremur haft eftir Rósu í tilkynningunni sem send var út í kvöld.
Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira