„Snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 15:31 Ásgeir Kolbeinsson er mikill sérfræðingur um kvikmyndir. Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira. Bíó og sjónvarp Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira