Íslenski boltinn

KSÍ frestar leikjum helgarinnar

Sindri Sverrisson skrifar
Keflvíkingar eru efstir í Lengjudeildinni og öruggir um sæti í deild þeirra bestu ef ekki verður meira spilað í deildinni.
Keflvíkingar eru efstir í Lengjudeildinni og öruggir um sæti í deild þeirra bestu ef ekki verður meira spilað í deildinni. mynd/Víkurfréttir

Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað þeim tveimur leikjum sem fara áttu fram um helgina, í Lengjudeild karla og 2. deild kvenna.

Í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag kom fram að hann myndi mæla með því við heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnaaðgerðir sem fyrst, vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Kvaðst hann jafnframt mæla með því að aðgerðirnar næðu til alls landsins en ekki bara höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt þeim reglum sem nú eru í gildi hafa íþróttalið á landsbyggðinni mátt æfa og keppa í íþróttum með snertingu en ekki liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna var ætlunin að tveir knattspyrnuleikir færu fram um helgina en þeim hefur nú verið frestað.

Um er að ræða leik Keflavíkur og Grindavíkur í Lengjudeild karla, og Hamars og Grindavíkur í 2. deild kvenna.

Óvíst er hvenær leikirnir fara fram og hvort að yfirhöfuð verði spilaðir fleiri fótboltaleikir á þessari leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×