Í kvöldfréttum segjum við frá því að þjóðaröryggi Frakka er komið á hæsta viðbúnaðarstig eftir að ungur maður frá Túnis myrti þrennt í borginni Nice í morgun sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að hafi verið hryðjuverkaárás.
Það reynir verulega á þanþol heilbrigðiskerfisins vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni. Fjögur sveitarfélög hafa gefist upp á rekstri hjúkrunarheimila vegna lægri framlaga til þeirra en til hjúkrunarheimila ríkisins og það fimmta gæti bæst í hópinn fljótlega.
Og við fylgjumst með þegar norðurhluti Árbæjarlóns var tæmdur til framtíðar í morgun. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.