Ekki dragi úr fjölda smita fyrr en í febrúar haldist aðgerðir óbreyttar samkvæmt finnsku líkani Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 18:31 Búist er við að hertari aðgerðir verði kynntar á næstunni. Vísir/Vilhelm Miðað við finnskt spálíkan um þróun kórónuveirunnar hér á landi má gera ráð fyrir að faraldurinn dragist á langinn haldist núgildandi aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslunnar óbreyttar. Líkanið gerir þannig ráð fyrir, miðað við þessar forsendur, að ekki fari að draga úr fjölda smita fyrr en í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi, þar sem vakin er athygli á þessu finnska líkani. Rétt er að halda því til haga að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til heilbrigðisráðherra vegna þróunar faraldursins hér á landi undanfarnar vikur. Sagði hann á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi rétt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst, og er því búist við aðgerðir verði hertar á allra næstu dögum, sem ofangreind sviðsmynd finnska líkansins miðar ekki við. Myndin sýnir þróunina miðað við tvær forsendur Á Covid-vef Háskóla Íslands er birt mynd af þróun faraldursins hér á landi samkvæmt finnska líkaninu. Myndin sýnir spá fyrir Ísland miðað við ýtrustu aðgerðir (græn brotalína) og núverandi aðgerðir (blá brotalína). Finnska módelið. Bláa línan gerir ráð fyrir að núgilandi aðgerðir verði ekki hertar, græna línan miðað við að ströngustu reglur taki gildi. Ýtrustu aðgerðir fela í stuttu máli í sér miklar takmarkanir (e. lockdown) og þá er spáð að faraldurinn gangi niður og tilfelli verði komin undir 20 á dag aðra viku í desember. Með núverandi aðgerðum einum og sér áfram óbreyttum er hins vegar spáð að faraldurinn dragist á langinn og ekki fari að draga úr fjölda smita fyrr en í febrúar 2021. Það þarf því eitthvað að bæta í aðgerðir miðað við þessar spár. En spá miðar alltaf við forsendur og stöðuna miðað við í dag, að því er segir á Covid-vef háskólans. Möguleiki á veldisvexti fyrir hendi en árangur aðgerða sýnilegur Þá kynnti hópurinn í dag einnig nýja rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, það er áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, ásamt þróun greindra COVID-19 smita hér á landi. Vika er síðan síðasta rýni var kynnt og þá var smitstuðull á leið niður sem og fjöldi daglegra smita. „Spá síðustu viku endurspeglaði þá þróun og væntingar um að vel mundi ganga. Því miður gerðist það ekki. Mikil dreifing er á veirunni og stór hópsmit og lítil í mörgum klösum hafa sett strik í reikninginn,“ segir á Covid-vef háskólans. Þannig er smitstuðull innan sóttkvíar á Íslandi áætlaður 2,1 en mikil óvissa er þó í matinu þar sem spábilið er á bilinu 0,8 til 4,4. Við bendum á óvissuna í matinu og að spábilið nær langt upp fyrir 1. Möguleiki á veldisvísisvexti er fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt ekki náð fyrri hæðum þannig að árangur aðgerða er sýnilegur. Segir í rýninni að hlutfall greininga í sóttkví hafi að jafnaði haldist yfir 50 prósent undanfarið. Smitstuðullinn innan sóttkvíar á Íslandi sé áætlaður 0,6 (spábil 0,3-0,8), Efri mörk spábilsins eru fyrir neðan 1. Það sé mikilvægt að hlutfall greininga í sóttkví haldist hátt og gegnir öflug smitrakning lykilhlutverki í því. Ein svartsýn, ein bjartsýn Sýndar er tvær sviðsmyndir um þróun faraldursins, ein svartsýn og ein bjartsýn. Fyrri sviðsmyndin tekur til þess ef ekki gengur vel að hefta útbreiðslu faraldursins. „Aðgerðirnar hafa ekki áhrif á smitstuðulinn strax (t.d. vegna seinkunar á innleiðingu eða lakari þátttöku almennings í sóttvörnum) og hann helst svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað mjög hratt á næstu 10 dögum.“ Svartsýna spáin.Covid.hi.is Seinni sviðsmyndin tekur til þess ef árangur næst í að hefta útbreiðslu faraldursins. „Gert er ráð fyrir að aðgerðir hafa áhrif á smitstuðulinn í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Vegna dreifingar samfélagssmita (hár smitstuðull) og þó óvissa sé í matinu. Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita haldist stöðugur næstu daga en gæti svo farið lækkandi eftir 10 daga.“ Bjartsýna spáinCovid.hi.is Takist jafn vel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu verði þátttaka í aðgerðum góð Í niðurstöðum vísindamannanna segir að sviðsmyndirnir endurspegli hvert stefni þegar smitstuðullinn er yfir einum. „Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Hertar aðgerðir miða að því að lækka smitstuðulinn og hraðar en forsendur okkar gera ráð fyrir.“ Það sem hafi áhrif á smitstuðulinn sé hegðun, þar leiki einstaklingshegðun mikilvægasta hlutverkið. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Franska afbrigðið“ virðist meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. 29. október 2020 12:08 42 greindust innanlands í gær Alls greindust 42 með kórónuveiruna innanlands í gær. 52 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. 29. október 2020 10:53 Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. 29. október 2020 14:38 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
Miðað við finnskt spálíkan um þróun kórónuveirunnar hér á landi má gera ráð fyrir að faraldurinn dragist á langinn haldist núgildandi aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslunnar óbreyttar. Líkanið gerir þannig ráð fyrir, miðað við þessar forsendur, að ekki fari að draga úr fjölda smita fyrr en í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi, þar sem vakin er athygli á þessu finnska líkani. Rétt er að halda því til haga að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til heilbrigðisráðherra vegna þróunar faraldursins hér á landi undanfarnar vikur. Sagði hann á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi rétt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst, og er því búist við aðgerðir verði hertar á allra næstu dögum, sem ofangreind sviðsmynd finnska líkansins miðar ekki við. Myndin sýnir þróunina miðað við tvær forsendur Á Covid-vef Háskóla Íslands er birt mynd af þróun faraldursins hér á landi samkvæmt finnska líkaninu. Myndin sýnir spá fyrir Ísland miðað við ýtrustu aðgerðir (græn brotalína) og núverandi aðgerðir (blá brotalína). Finnska módelið. Bláa línan gerir ráð fyrir að núgilandi aðgerðir verði ekki hertar, græna línan miðað við að ströngustu reglur taki gildi. Ýtrustu aðgerðir fela í stuttu máli í sér miklar takmarkanir (e. lockdown) og þá er spáð að faraldurinn gangi niður og tilfelli verði komin undir 20 á dag aðra viku í desember. Með núverandi aðgerðum einum og sér áfram óbreyttum er hins vegar spáð að faraldurinn dragist á langinn og ekki fari að draga úr fjölda smita fyrr en í febrúar 2021. Það þarf því eitthvað að bæta í aðgerðir miðað við þessar spár. En spá miðar alltaf við forsendur og stöðuna miðað við í dag, að því er segir á Covid-vef háskólans. Möguleiki á veldisvexti fyrir hendi en árangur aðgerða sýnilegur Þá kynnti hópurinn í dag einnig nýja rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, það er áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, ásamt þróun greindra COVID-19 smita hér á landi. Vika er síðan síðasta rýni var kynnt og þá var smitstuðull á leið niður sem og fjöldi daglegra smita. „Spá síðustu viku endurspeglaði þá þróun og væntingar um að vel mundi ganga. Því miður gerðist það ekki. Mikil dreifing er á veirunni og stór hópsmit og lítil í mörgum klösum hafa sett strik í reikninginn,“ segir á Covid-vef háskólans. Þannig er smitstuðull innan sóttkvíar á Íslandi áætlaður 2,1 en mikil óvissa er þó í matinu þar sem spábilið er á bilinu 0,8 til 4,4. Við bendum á óvissuna í matinu og að spábilið nær langt upp fyrir 1. Möguleiki á veldisvísisvexti er fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt ekki náð fyrri hæðum þannig að árangur aðgerða er sýnilegur. Segir í rýninni að hlutfall greininga í sóttkví hafi að jafnaði haldist yfir 50 prósent undanfarið. Smitstuðullinn innan sóttkvíar á Íslandi sé áætlaður 0,6 (spábil 0,3-0,8), Efri mörk spábilsins eru fyrir neðan 1. Það sé mikilvægt að hlutfall greininga í sóttkví haldist hátt og gegnir öflug smitrakning lykilhlutverki í því. Ein svartsýn, ein bjartsýn Sýndar er tvær sviðsmyndir um þróun faraldursins, ein svartsýn og ein bjartsýn. Fyrri sviðsmyndin tekur til þess ef ekki gengur vel að hefta útbreiðslu faraldursins. „Aðgerðirnar hafa ekki áhrif á smitstuðulinn strax (t.d. vegna seinkunar á innleiðingu eða lakari þátttöku almennings í sóttvörnum) og hann helst svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað mjög hratt á næstu 10 dögum.“ Svartsýna spáin.Covid.hi.is Seinni sviðsmyndin tekur til þess ef árangur næst í að hefta útbreiðslu faraldursins. „Gert er ráð fyrir að aðgerðir hafa áhrif á smitstuðulinn í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Vegna dreifingar samfélagssmita (hár smitstuðull) og þó óvissa sé í matinu. Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita haldist stöðugur næstu daga en gæti svo farið lækkandi eftir 10 daga.“ Bjartsýna spáinCovid.hi.is Takist jafn vel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu verði þátttaka í aðgerðum góð Í niðurstöðum vísindamannanna segir að sviðsmyndirnir endurspegli hvert stefni þegar smitstuðullinn er yfir einum. „Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Hertar aðgerðir miða að því að lækka smitstuðulinn og hraðar en forsendur okkar gera ráð fyrir.“ Það sem hafi áhrif á smitstuðulinn sé hegðun, þar leiki einstaklingshegðun mikilvægasta hlutverkið. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Franska afbrigðið“ virðist meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. 29. október 2020 12:08 42 greindust innanlands í gær Alls greindust 42 með kórónuveiruna innanlands í gær. 52 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. 29. október 2020 10:53 Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. 29. október 2020 14:38 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
„Franska afbrigðið“ virðist meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. 29. október 2020 12:08
42 greindust innanlands í gær Alls greindust 42 með kórónuveiruna innanlands í gær. 52 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. 29. október 2020 10:53
Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. 29. október 2020 14:38