Kim Kardashian varð fertug 21. október en hún er fædd árið 1980. Undanfarna daga hefur hún verið að halda upp á afmælið með vinum og vandamönnum á óþekktum stað eins og sjá má á samfélagsmiðlum stjörnunnar.
Eiginmaður hennar Kanye West gaf henni aftur á móti frumlega afmælisgjöf og var það kveðja frá föður hennar, Robert George Kardashian sem lést árið 2003.
Rob Kardashian var landsþekktur lögmaður í Bandaríkjunum og varði hann til að mynda OJ Simpson þegar hann var ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni árið 1995.
Kanye lét útbúa kveðjuna þannig að Rob stóð í rauninni fyrir framan hana og talaði beint til dóttur sinnar. Um var að ræða heilmynd sem sló rækilega í gegn hjá Kim eins og sjá má hér að neðan.
For my birthday, Kanye got me the most thoughtful gift of a lifetime. A special surprise from heaven. A hologram of my dad. ✨🤍 It is so lifelike! We watched it over and over, filled with emotion. pic.twitter.com/jD6pHo17KC
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) October 29, 2020