„Erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2020 10:00 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir mætir aftur á skjáinn í byrjun næsta árs í þáttunum Leitin að upprunanum. vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni. Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni.
Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32