Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 12:06 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hefur miklar áhyggjur af stöðunni vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira