Fyrirliða ÍBV sagt að hann sé ekki í framtíðarplönum liðsins Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 11:30 Víðir í leik með ÍBV í Pepsi Max deildinni í fyrra. vísir/daníel Víðir Þorvarðarson, einn reynslumesti leikmaður ÍBV, fékk þau skilaboð í gær að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá liðinu. Víðir var með fyrirliðabandið hjá ÍBV í sumar og átti eitt ár eftir af samningi hjá liðinu. ÍBV ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum. „Áfram ÍBV! Alltaf allstaðar Frá blautu barnsbeini hef ég verið stuðningsmaður ÍBV og lét mig dreyma um að spila fyrir félagið. Ég naut þess að spila í yngri flokkum félagsins uns ég fluttist til Garðabæjar til að fara í framhaldsskóla. Þar spilaði ég fyrir Stjörnuna en fann að það var ekki það sama og að spila fyrir uppeldisfélagið. Á þeim tíma lenti faðir minn í slysi og þegar í ljós kom hve alvarlegt það var ákvað ég að flytja heim því ég taldi að hann yrði að sjá mig spila á Hásteinsvelli í ÍBV treyjunni. Það tókst og það gekk meira að segja helvíti vel. Hann sá mig spila og skora mörk fyrir félagið sem hann unni svo heitt,“ skrifar Víðir í stuðningsmannahóp ÍBV á Facebook. „Því miður náði hann ekki að sjá mig leiða liðið sem fyrirliði því það var ein af mínum stoltustu stundum. Eftir fráfall hans fluttist ég aftur uppá land til að hefja nám á háskólastigi. Það var erfitt að slíta sig frá bandalaginu svo ég kom aftur til eyja og fórnaði námi og atvinnu fyrir félagið. Þegar liðið féll var ég staðráðinn í að gera allt til að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Eftir vonbrigða sumar sem var að líða hvarlaði ekki að mér að breyta því markmiði.“ „Í dag var ég hins vegar kallaður á fund þar sem mér var tjáð að ákveðið hefur verið að segja upp samningi mínum þar sem stjórnarmenn og þjálfarar telja sig ekki hafa not fyrir krafta mína. Þessar fréttir komu mér á óvart og voru mér þyngri en tárum taki,“ segir Víðir svekktur með ákvörðunina og ætlar hann ekki að spila fótbolta á meðan ÍBV vill ekki nýta krafta hans. „Ég mun því vera partur af upprisu félagsins sem stuðningsmaður en ekki leikmaður. Þetta þýðir að skórnir eru farnir upp í hillu því eins og staðan er vil ég ekki spila fyrir annað félag en ÍBV. Vona ég þó einn daginn að fá tækifæri til að stíga aftur inn á Hásteinsvöll í hvítri ÍBV treyju og berjast fyrir bandalagið mitt sem ég elska svo heitt. Ljóst er að það gerist ekki á meðan sitjandi stjórn og þjálfarar eru við völdin. Takk fyrir mig stuðningsmenn. Hlakka til að slást í hópinn með ykkur, Ykkar leikjahæsti leikmaður síðustu 10 ára. Víðir Þorvarðarson,“ skrifaði Víðir til stuðningsmanna Eyjaliðsins. ÍBV Lengjudeildin Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Víðir Þorvarðarson, einn reynslumesti leikmaður ÍBV, fékk þau skilaboð í gær að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá liðinu. Víðir var með fyrirliðabandið hjá ÍBV í sumar og átti eitt ár eftir af samningi hjá liðinu. ÍBV ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum. „Áfram ÍBV! Alltaf allstaðar Frá blautu barnsbeini hef ég verið stuðningsmaður ÍBV og lét mig dreyma um að spila fyrir félagið. Ég naut þess að spila í yngri flokkum félagsins uns ég fluttist til Garðabæjar til að fara í framhaldsskóla. Þar spilaði ég fyrir Stjörnuna en fann að það var ekki það sama og að spila fyrir uppeldisfélagið. Á þeim tíma lenti faðir minn í slysi og þegar í ljós kom hve alvarlegt það var ákvað ég að flytja heim því ég taldi að hann yrði að sjá mig spila á Hásteinsvelli í ÍBV treyjunni. Það tókst og það gekk meira að segja helvíti vel. Hann sá mig spila og skora mörk fyrir félagið sem hann unni svo heitt,“ skrifar Víðir í stuðningsmannahóp ÍBV á Facebook. „Því miður náði hann ekki að sjá mig leiða liðið sem fyrirliði því það var ein af mínum stoltustu stundum. Eftir fráfall hans fluttist ég aftur uppá land til að hefja nám á háskólastigi. Það var erfitt að slíta sig frá bandalaginu svo ég kom aftur til eyja og fórnaði námi og atvinnu fyrir félagið. Þegar liðið féll var ég staðráðinn í að gera allt til að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Eftir vonbrigða sumar sem var að líða hvarlaði ekki að mér að breyta því markmiði.“ „Í dag var ég hins vegar kallaður á fund þar sem mér var tjáð að ákveðið hefur verið að segja upp samningi mínum þar sem stjórnarmenn og þjálfarar telja sig ekki hafa not fyrir krafta mína. Þessar fréttir komu mér á óvart og voru mér þyngri en tárum taki,“ segir Víðir svekktur með ákvörðunina og ætlar hann ekki að spila fótbolta á meðan ÍBV vill ekki nýta krafta hans. „Ég mun því vera partur af upprisu félagsins sem stuðningsmaður en ekki leikmaður. Þetta þýðir að skórnir eru farnir upp í hillu því eins og staðan er vil ég ekki spila fyrir annað félag en ÍBV. Vona ég þó einn daginn að fá tækifæri til að stíga aftur inn á Hásteinsvöll í hvítri ÍBV treyju og berjast fyrir bandalagið mitt sem ég elska svo heitt. Ljóst er að það gerist ekki á meðan sitjandi stjórn og þjálfarar eru við völdin. Takk fyrir mig stuðningsmenn. Hlakka til að slást í hópinn með ykkur, Ykkar leikjahæsti leikmaður síðustu 10 ára. Víðir Þorvarðarson,“ skrifaði Víðir til stuðningsmanna Eyjaliðsins.
ÍBV Lengjudeildin Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti