„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 12:33 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira