Lögreglumenn vísuðu vongóðum kylfingum af velli Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 18:11 Lögreglumenn vísaði kylfingum af Hólmsvelli við Leiru í dag. Myndin er þó frá Korpu, en þar er einnig óheimilt að spila golf líkt og annars staðar. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“ Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“
Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13