Krefjast afturköllunar leyfa: Segja velferð spilafíkla „fórnað á altari hagsmunagæslu“ Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 19:58 Spilasölum er gert að loka í nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir. Þó var ekki kveðið sérstaklega á um spilakassa líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Vísir/Vilhelm Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa óskað eftir útskýringum frá heilbrigðisráðherra varðandi hvers vegna lokun spilakassa var ekki tekin upp í reglugerð um hertar samkomutakmarkanir. Sóttvarnalæknir hafði lagt það til í minnisblaði sínu að þeim yrði lokað. Í þeirri reglugerð sem tók gildi á miðnætti segir í 5. gr. að skemmtistöðum, krám og spilasölum skuli vera lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Það var einnig lagt til í minnisblaði sóttvarnalæknis, en spilakassar voru þó einnig með í upptalningu hans ólíkt því sem er í reglugerðinni. Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00. „Afleiðingar þessa eru að Íslandsspil sf. hafa spilakassa sína opna. Þrátt fyrir að spilakassar þeirra eru staðsettir í spilasölum. Varla er það hlutverk heilbrigðisráðherra að gæta fjárhagslegra hagsmuna einstakra rekstraraðila umfram aðra, á kostnað lýðheilsu almennings í landinu,“ segir í bréfi samtakanna til heilbrigðisráðherra, en það var einnig sent til forsætis- og dómsmálaráðherra. Samtökin gagnrýndu harðlega að spilakössum var ekki lokað í fyrri reglugerð. Samtökin kalla eftir upplýsingum um „hver sé hin brýna þörf sem knýr heilbrigðisráðherra til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum“ og hafa einnig óskað eftir afriti af öllum erindum sem kunna að hafa borist ráðuneytum varðandi spilakassa í tengslum við sóttvarnir. Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.Vísir Vilja að rekstrarleyfi verði afturkölluð „Samtök áhugafólks um spilafíkn fordæma að lýðheilsu og velferð svo viðkvæms hóps, sem spilafíklar eru, sem og lýðheilsu alls almennings, sé fórnað á altari hagsmunagæslu eigenda og rekstraraðila spilakassa Íslandsspila; Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ,“ segir í bréfinu. Samtökin biðla jafnframt til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir því að leyfi til reksturs spilakassa verði afturkölluð án tafar. „Á undanförnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að umrædd "góðgerðasamtök" eru ekki verðug slíkra leyfa.“ Þau segja framkomu og starfshætti rekstraraðila benda til þess að þeim sé ekki treystandi til að halda úti svo viðkvæmri starfsemi. „Ekkert í þeirra framkomu og starfsháttum gefur tilefni til að halda að þeim sé treystandi til að halda úti jafn umdeildri og viðkvæmri starfsemi, þar sem líf og velferð einstaklinga sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi er lagt að veði.“ Samkomubann á Íslandi Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32 Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa óskað eftir útskýringum frá heilbrigðisráðherra varðandi hvers vegna lokun spilakassa var ekki tekin upp í reglugerð um hertar samkomutakmarkanir. Sóttvarnalæknir hafði lagt það til í minnisblaði sínu að þeim yrði lokað. Í þeirri reglugerð sem tók gildi á miðnætti segir í 5. gr. að skemmtistöðum, krám og spilasölum skuli vera lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Það var einnig lagt til í minnisblaði sóttvarnalæknis, en spilakassar voru þó einnig með í upptalningu hans ólíkt því sem er í reglugerðinni. Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00. „Afleiðingar þessa eru að Íslandsspil sf. hafa spilakassa sína opna. Þrátt fyrir að spilakassar þeirra eru staðsettir í spilasölum. Varla er það hlutverk heilbrigðisráðherra að gæta fjárhagslegra hagsmuna einstakra rekstraraðila umfram aðra, á kostnað lýðheilsu almennings í landinu,“ segir í bréfi samtakanna til heilbrigðisráðherra, en það var einnig sent til forsætis- og dómsmálaráðherra. Samtökin gagnrýndu harðlega að spilakössum var ekki lokað í fyrri reglugerð. Samtökin kalla eftir upplýsingum um „hver sé hin brýna þörf sem knýr heilbrigðisráðherra til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum“ og hafa einnig óskað eftir afriti af öllum erindum sem kunna að hafa borist ráðuneytum varðandi spilakassa í tengslum við sóttvarnir. Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.Vísir Vilja að rekstrarleyfi verði afturkölluð „Samtök áhugafólks um spilafíkn fordæma að lýðheilsu og velferð svo viðkvæms hóps, sem spilafíklar eru, sem og lýðheilsu alls almennings, sé fórnað á altari hagsmunagæslu eigenda og rekstraraðila spilakassa Íslandsspila; Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ,“ segir í bréfinu. Samtökin biðla jafnframt til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir því að leyfi til reksturs spilakassa verði afturkölluð án tafar. „Á undanförnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að umrædd "góðgerðasamtök" eru ekki verðug slíkra leyfa.“ Þau segja framkomu og starfshætti rekstraraðila benda til þess að þeim sé ekki treystandi til að halda úti svo viðkvæmri starfsemi. „Ekkert í þeirra framkomu og starfsháttum gefur tilefni til að halda að þeim sé treystandi til að halda úti jafn umdeildri og viðkvæmri starfsemi, þar sem líf og velferð einstaklinga sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi er lagt að veði.“
Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00.
Samkomubann á Íslandi Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32 Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32
Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32