Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2020 12:30 Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga með nýju bækurnar fyrir framan sig, sem voru að koma út og fást nú í öllum helstu bókaverslunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend
Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira