Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 15:19 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum í Hörpu um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Menntamálaráðherra segist vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar ólíkt því sem var í vor þegar hertar aðgerðir tóku gildi. Reglur um útfærslu á skólahaldi verða birtar í dag. Fréttastofa ræddi við menntamálaráðherra um útfærslu á skólahaldi. Sjá má viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan: „Allir skólar munu gera sitt allra besta til að tryggja sem mest kennsumagn út frá þeim sóttvarnareglum sem er verið að kynna. Ég er mjög vongóð um að það muni takast mjög vel til,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurð hvort hún geti útilokað að börn mæti einungis nokkra daga vikunnar í skólann líkt og var í vor segir hún aðgerðirnar miða að því að skólahald geti farið fram með eins eðlilegum hætti og kostur er. „Nú er verið að skipuleggja þetta með þeim hætti að skólahald geti verið eins mikið og kostur er á.“ Hólfaskipting Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 4. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. Ekki verður grímuskylda fyrir yngstu skólastigin en þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra regluna á eldri stigum, verður grímuskylda. Grímuskylda verður í sameiginlegum rýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Lilja segir að með 50 manna hólfaskiptingu þurfi ekki að skipta bekkjum upp sem verði vonandi til þess að börn geti mætt í skólann alla daga vikunnar. Þá komi hólfaskipting einnig í veg fyrir að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví. Nánar verður fjallað um útfærslu á skólahaldi í kvöldfréttum Stöðvar2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1. nóvember 2020 11:51