Liverpool gæti horft til „unga Van Dijk“ hjá Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 10:30 Perr Schuur í baráttu við Liverpool manninn Sadio Mane í Meistaradeildarleik Ajax og Liverpool á dögunum. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Sjá meira
Umræðan um möguleg miðvarðarkaup Liverpool heldur áfram að vera áberandi í enskum miðlum og það breyttist ekkert þrátt fyrir góða frammistöðu Nathaniel Phillips á móti West Ham um helgina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að fá reynslumeiri miðvörð inn fyrir Virgil van Dijk. Ungu strákarnir í hópnum geta leyst af leik og leik en ekki allt tímabilið. Virgil van Dijk fór í krossbandsaðgerð fyrir helgi og gekk hún vel. Hann verður líklega frá allt tímabilið eftir klaufalega tæklingu Everton markvarðarins Jordan Pickford. Liverpool hefur spilað mörgum mönnum í stöðu hans í undanförnum leikjum og hafa meiðsli annarra mögulegra miðvarða einnig haft áhrif. Við erum að tala um sjálfa Englandsmeistarana og auðvitað hafa því margir leikmenn verið orðaðir við Liverpool vegna þessa miðvarðarhallæris. Einn af þeim hefur verið lengi á tékklista Jürgen Klopp. Plays for Ajax Likened to a 'young Van Dijk' Was on trial at Liverpool two years agoIs he the right player to replace Van Dijk? https://t.co/qxHuvZnsta— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 1, 2020 Þar erum við að tala um Perr Schuurs, miðvörð Ajax. Hann spilaði á móti Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum þegar Liverpool vann 1-0 sigur í Ajax. Ozan Kabak (hjá Schalke 04) og Ben White (hjá Brighton & Hove Albion) eru leikmenn sem hafa oftar verið orðaðir við Liverpool í ensku blöðunum en umræddur Perr Schuurs gæti líka komið til greina ef marka má ensku slúðurblöðin. Perr Schuurs heldur upp á 21 árs afmælið sitt seinna í þessum mánuði en Klopp hrósaði honum fyrir frammistöðuna á móti Liverpool á dögunum. Perr Schuurs hefur verið kallaður „ungi Van Dijk“ af sumum. Hann er 191 sentímetri á hæð og er mjög rólegur og yfirvegaður með boltann. Liverpool 'monitoring former trialist and Ajax centre-back Perr Schuurs' https://t.co/T1t0OtCn7Y— MailOnline Sport (@MailSport) November 1, 2020 Jürgen Klopp þekkir líka strákinn persónulega síðan að hann kom á reynslu til Liverpool árið 2018 en þá var hann leikmaður Fortuna Sittard. Klopp er sagður hafa séð mikið í þessum hollenska strák þá en þá var hann bara sautján ára. Það var því betra fyrir hann að öðlast meiri reynslu í hollenska boltanum. Ajax ákvað að veðja á Schuurs og keypti hann til að fylla skarð Matthijs de Ligt sem var seldur til Juventus. Perr Schuurs var kallaður inn í hollenska A-landsliðið á dögunum og hann hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Ajax á þessu tímabili. Perr Schuurs væri örugglega ódýrari en þeir Ozan Kabak og Ben White. Liverpool væri heldur ekki að fá óreyndan leikmann enda hefur hann spilaði yfir hundrað leiki í meistaraflokki þó flestir þeirra hafi verið í hollensku b-deildinni með Fortuna Sittard og Jong Ajax. Liverpool are monitoring Ajax defender Perr Schuurs following his recent outstanding Champions League display against them. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/WXuOiuNn2s— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 1, 2020 Ajax hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í hollensku deildinni á leiktíðinni. Sá eini sem tapaðist er líka eini leikurinn sem Perr Schuurs spilaði ekki því hann sat þá á bekknum í 1-0 tapi á móti Groningen. Hvort Perr Schuurs sé rétti maðurinn og maðurinn sem Jürgen Klopp vill verður að koma í ljós. Það gerist ekkert í þeim málum fyrr en í janúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Sjá meira