Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 20:31 Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni á netinu hafa borist Barnaheillum á árinu. MYND/GETTY Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla. Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira