Segir að Ísak sé bestur í Norrköping Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2020 20:31 Ísak Bergmann í leik með Norrköping. Heimasíða Norrköping Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“ Sænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“
Sænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira