Pochettino segist elska Tottenham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 10:30 Mauricio Pochettino ber engan kala til Tottenham þrátt fyrir að hafa verið rekinn þaðan í fyrra. getty/Srdjan Stevanovic Þrátt fyrir að hafa verið látinn fara frá Tottenham fyrir ári síðan er Mauricio Pochettino enn hlýtt til félagsins og vonast til að það vinni titla undir stjórn eftirmanns síns, José Mourinho. Pochettino var fimm og hálft ár við stjórnvölinn hjá Tottenham og gerði frábæra hluti með liðið. Undir hans stjórn komst Spurs m.a. í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool, 2-0. Í nóvember 2019 var Pochettino látinn taka pokann sinn hjá Tottenham eftir slakt gengi. Skömmu eftir brottrekstur Argentínumannsins var Mourinho tilkynntur sem eftirmaður hans. „Ári síðar ætla ég ekki að segja að ég hafi ekki verið vonsvikinn. Ég var svekktur þegar við yfirgáfum félag sem við höfðum tengst vel eftir fimm og hálft ár. Ég lýg því ekki. En ég skil fótbolta og kannski þurfti félagið að gera breytingu. Ég kvarta ekki yfir ákvörðuninni,“ sagði Pochettino í Monday Night Football á Sky Sports í gær. Pochettino segist kunna vel við Mourinho og vonast til að hann nái góðum árangri með Tottenham. „Sá sem tók við af mér er góður vinur minn. Ég elska Tottenham, þekki José og vil aðeins það besta fyrir hann og það er að vinna. Við misstum af tækifærinu að vinna titla. Það hefði verið kirsuberið á kökuna,“ sagði Pochettino sem kveðst vera tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. „Ég vonast til að koma aftur sem fyrst og byrja að vinna. Ég hlakka til að snúa aftur. Ég elska þennan leik en þetta er erfitt.“ Enski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið látinn fara frá Tottenham fyrir ári síðan er Mauricio Pochettino enn hlýtt til félagsins og vonast til að það vinni titla undir stjórn eftirmanns síns, José Mourinho. Pochettino var fimm og hálft ár við stjórnvölinn hjá Tottenham og gerði frábæra hluti með liðið. Undir hans stjórn komst Spurs m.a. í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool, 2-0. Í nóvember 2019 var Pochettino látinn taka pokann sinn hjá Tottenham eftir slakt gengi. Skömmu eftir brottrekstur Argentínumannsins var Mourinho tilkynntur sem eftirmaður hans. „Ári síðar ætla ég ekki að segja að ég hafi ekki verið vonsvikinn. Ég var svekktur þegar við yfirgáfum félag sem við höfðum tengst vel eftir fimm og hálft ár. Ég lýg því ekki. En ég skil fótbolta og kannski þurfti félagið að gera breytingu. Ég kvarta ekki yfir ákvörðuninni,“ sagði Pochettino í Monday Night Football á Sky Sports í gær. Pochettino segist kunna vel við Mourinho og vonast til að hann nái góðum árangri með Tottenham. „Sá sem tók við af mér er góður vinur minn. Ég elska Tottenham, þekki José og vil aðeins það besta fyrir hann og það er að vinna. Við misstum af tækifærinu að vinna titla. Það hefði verið kirsuberið á kökuna,“ sagði Pochettino sem kveðst vera tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. „Ég vonast til að koma aftur sem fyrst og byrja að vinna. Ég hlakka til að snúa aftur. Ég elska þennan leik en þetta er erfitt.“
Enski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira