Grænlendingar gramir vegna ákvörðunar IHF: „Finn til í handboltahjartanu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Úr leik með grænska landsliðinu. getty/Gabriel Rossi Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30. HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30.
HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn