Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2020 12:45 Dómsmálaráðherra segir kærunefnd útlendingamála vera með málið á sínu borði núna. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira