Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 09:00 EM í Noregi, Svíþjóð og Austurríki í byrjun þessa árs var fyrsta stórmót Viggó Kristjánssonar á ferlinum. hsí Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, var nýsloppinn úr einangrun eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og á leið á myndbandsfund þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í gær. Ísland mætir Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 19:45. „Ég hef verið í einangrun inni á hótelbergi síðan ég kom en var að losna rétt í þessu. Það er myndbandsfundur núna, æfing beint eftir það og svo er leikur á morgun [í dag]. Þetta er voðalega stuttur undirbúningur,“ sagði Viggó. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman síðan á EM í Noregi, Svíþjóð og Austurríki í janúar. „Það datt allt upp fyrir um páskana og í sumar þannig að þetta er fyrsta verkefnið síðan á EM,“ sagði Viggó. Hann hlakkar að sjálfsögðu að spila í kvöld en spyr sig þó hversu sniðugt það er að spila landsleiki á tímum sem þessum, þegar kórónuveirufaraldurinn geysar um alla Evrópu. Veit ekki hversu skynsamlegt það er „Það er tilhlökkun að spila en það er auðvitað hægt að setja spurningarmerki við þessa ákvörðun að láta landsleiki fram yfir höfuð núna. Það er meiri háttar vesen að koma þessu öllu heim og saman. Að senda menn hingað og þangað yfir landamæri, ég veit ekki hversu skynsamlegt það er eins og staðan er núna,“ sagði Viggó. Ísland átti að mæta Ísrael í Laugardalshöllinni á laugardaginn en leiknum var frestað þar sem Ísraelar treystu sér ekki til Íslands. Aðeins ár er síðan Viggó lék sína fyrstu leiki fyrir íslenska landsliðið, gegn Svíum ytra. Hann var svo í íslenska hópnum sem fór á EM og stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti. Viggó er kominn með báða fætur inn fyrir landsliðsdyrnar og stefnir á að halda sér þar. Viggó ásamt Sigvalda Guðjónssyni eftir leik á EM í janúar.hsí „Ekki spurning, það hefur verið markmiðið síðustu ár að komast í landsliðið og spila á sem hæstu getustigi. Það var frábært að koma inn í landsliðið í fyrra og fá tækifæri á EM. Markmiðið er að vera í landsliðinu næstu árin,“ sagði Viggó. Hann gekk í raðir Stuttgart í sumar og hefur byrjað af fítonskrafti með nýja liðinu. Hann er langmarkahæsti leikmaður Stuttgart á tímabilinu með 44 mörk og þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Það hefur ekki bara gengið vel hjá Viggó persónulega, heldur hefur Stuttgart gengið flest í haginn. Eftir sex umferðir er liðið í 6. sæti með níu stig, einu stigi á eftir toppliðunum Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Flensburg. Gengið framar vonum „Ég bjóst við alls ekki við því og hugsaði ekki einu sinni út í það að ég yrði meðal markahæstu manna í deildinni. Mér datt það ekki í hug. Hins vegar gekk vel á undirbúningstímabilinu og mig grunaði að ég gæti fengið stórt hlutverk,“ sagði Viggó. „Sem lið renndum við svolítið blint í sjóinn. Þeir töluðu um að þeir hefðu styrkt liðið vel fyrir tímabilið. Það komu ekki margir en við þrír sem komum vorum allir með reynslu úr þýsku deildinni. Menn gerðu sér kannski vonir um að vera um miðja deild. En hingað til er gengi liðsins og mitt framar vonum. Og ég er mjög sáttur með það.“ Viggó í leik gegn Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni.GETTY/MARCO WOLF Eins og áður sagði er Viggó í 3. sæti listans yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar, þeirrar sterkustu í heimi. Og um tíma var hann á toppi markalistans. Sýnir að ég get þetta „Það var mjög gaman, ég lýg því ekki,“ sagði Viggó aðspurður hvernig það hafi verið að sjá nafnið sitt efst á listanum yfir þá markahæstu í þýsku deildinni. „Þetta er eitthvað sem manni fannst óraunhæft fyrir tímabilið en ég er búinn að hanga þarna uppi í nokkrar umferðir. Ég er ekki að segja að ég verði markahæstur í lok tímabils en þetta sýnir að ég get þetta. Það er í mínum höndum að halda áfram að standa mig.“ Stuttgart hefur leikið í þýsku úrvalsdeildinni síðan 2015. Liðið hefur verið í neðri hluta hennar og ekki endað ofar en í 12. sæti sem varð niðurstaðan á síðasta tímabili. Stuttgart hefur komið liða mest á óvart í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Uwe Anspach „Þetta er félag sem vill fyrst og fremst forðast fallið. Ef það tekst snemma yrði það frábært og við gætum horft ofar í töfluna. Þeir enduðu í 12. sæti í fyrra og að vera meðal tíu efstu liða yrði algjör draumur fyrir okkur,“ sagði Viggó. Þungavigtarmenn í markinu Reyndustu leikmenn Stuttgart eru markverðirnir Johannes Bitter og Primoz Prost sem eru báðir farnir að nálgast fertugt. Bitter er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þjóðverja og varð m.a. heimsmeistari með þeim á heimavelli 2007. Prost lék svo lengi með slóvenska landsliðinu. „Þeir eru með bestu markvarðapörum í deildinni. Það hafa verið vandræði hjá Stuttgart síðustu ár að þegar Bitter hefur ekki átt sinn besta leik hefur ekki nógu góður markvörður komið inn á. En það er allt annað uppi á teningnum núna. Prost gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum í deildinni og nú þegar unnið stig fyrir okkur. Það er rosalega mikilvægt að hafa tvo góða markmenn,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016.stöð 2 sport Seltirningurinn er í stóru hlutverki hjá Stuttgart og það stækkaði enn frekar þegar hin örvhenta skyttan hjá liðinu greindist með kórónuveiruna. „Þegar ég er fjær varamannabekknum hef ég spilað vörn og sókn en skipt milli varnar og sóknar þegar ég er nær bekknum. Í byrjun tímabils spilaði ég um 45 mínútur í leik en það jókst eftir að makkerinn minn greindist með covid. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum. Ég hef spilað mikið og vonandi geri ég það áfram,“ sagði Viggó að lokum. EM 2022 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, var nýsloppinn úr einangrun eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og á leið á myndbandsfund þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í gær. Ísland mætir Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 19:45. „Ég hef verið í einangrun inni á hótelbergi síðan ég kom en var að losna rétt í þessu. Það er myndbandsfundur núna, æfing beint eftir það og svo er leikur á morgun [í dag]. Þetta er voðalega stuttur undirbúningur,“ sagði Viggó. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman síðan á EM í Noregi, Svíþjóð og Austurríki í janúar. „Það datt allt upp fyrir um páskana og í sumar þannig að þetta er fyrsta verkefnið síðan á EM,“ sagði Viggó. Hann hlakkar að sjálfsögðu að spila í kvöld en spyr sig þó hversu sniðugt það er að spila landsleiki á tímum sem þessum, þegar kórónuveirufaraldurinn geysar um alla Evrópu. Veit ekki hversu skynsamlegt það er „Það er tilhlökkun að spila en það er auðvitað hægt að setja spurningarmerki við þessa ákvörðun að láta landsleiki fram yfir höfuð núna. Það er meiri háttar vesen að koma þessu öllu heim og saman. Að senda menn hingað og þangað yfir landamæri, ég veit ekki hversu skynsamlegt það er eins og staðan er núna,“ sagði Viggó. Ísland átti að mæta Ísrael í Laugardalshöllinni á laugardaginn en leiknum var frestað þar sem Ísraelar treystu sér ekki til Íslands. Aðeins ár er síðan Viggó lék sína fyrstu leiki fyrir íslenska landsliðið, gegn Svíum ytra. Hann var svo í íslenska hópnum sem fór á EM og stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti. Viggó er kominn með báða fætur inn fyrir landsliðsdyrnar og stefnir á að halda sér þar. Viggó ásamt Sigvalda Guðjónssyni eftir leik á EM í janúar.hsí „Ekki spurning, það hefur verið markmiðið síðustu ár að komast í landsliðið og spila á sem hæstu getustigi. Það var frábært að koma inn í landsliðið í fyrra og fá tækifæri á EM. Markmiðið er að vera í landsliðinu næstu árin,“ sagði Viggó. Hann gekk í raðir Stuttgart í sumar og hefur byrjað af fítonskrafti með nýja liðinu. Hann er langmarkahæsti leikmaður Stuttgart á tímabilinu með 44 mörk og þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Það hefur ekki bara gengið vel hjá Viggó persónulega, heldur hefur Stuttgart gengið flest í haginn. Eftir sex umferðir er liðið í 6. sæti með níu stig, einu stigi á eftir toppliðunum Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Flensburg. Gengið framar vonum „Ég bjóst við alls ekki við því og hugsaði ekki einu sinni út í það að ég yrði meðal markahæstu manna í deildinni. Mér datt það ekki í hug. Hins vegar gekk vel á undirbúningstímabilinu og mig grunaði að ég gæti fengið stórt hlutverk,“ sagði Viggó. „Sem lið renndum við svolítið blint í sjóinn. Þeir töluðu um að þeir hefðu styrkt liðið vel fyrir tímabilið. Það komu ekki margir en við þrír sem komum vorum allir með reynslu úr þýsku deildinni. Menn gerðu sér kannski vonir um að vera um miðja deild. En hingað til er gengi liðsins og mitt framar vonum. Og ég er mjög sáttur með það.“ Viggó í leik gegn Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni.GETTY/MARCO WOLF Eins og áður sagði er Viggó í 3. sæti listans yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar, þeirrar sterkustu í heimi. Og um tíma var hann á toppi markalistans. Sýnir að ég get þetta „Það var mjög gaman, ég lýg því ekki,“ sagði Viggó aðspurður hvernig það hafi verið að sjá nafnið sitt efst á listanum yfir þá markahæstu í þýsku deildinni. „Þetta er eitthvað sem manni fannst óraunhæft fyrir tímabilið en ég er búinn að hanga þarna uppi í nokkrar umferðir. Ég er ekki að segja að ég verði markahæstur í lok tímabils en þetta sýnir að ég get þetta. Það er í mínum höndum að halda áfram að standa mig.“ Stuttgart hefur leikið í þýsku úrvalsdeildinni síðan 2015. Liðið hefur verið í neðri hluta hennar og ekki endað ofar en í 12. sæti sem varð niðurstaðan á síðasta tímabili. Stuttgart hefur komið liða mest á óvart í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Uwe Anspach „Þetta er félag sem vill fyrst og fremst forðast fallið. Ef það tekst snemma yrði það frábært og við gætum horft ofar í töfluna. Þeir enduðu í 12. sæti í fyrra og að vera meðal tíu efstu liða yrði algjör draumur fyrir okkur,“ sagði Viggó. Þungavigtarmenn í markinu Reyndustu leikmenn Stuttgart eru markverðirnir Johannes Bitter og Primoz Prost sem eru báðir farnir að nálgast fertugt. Bitter er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þjóðverja og varð m.a. heimsmeistari með þeim á heimavelli 2007. Prost lék svo lengi með slóvenska landsliðinu. „Þeir eru með bestu markvarðapörum í deildinni. Það hafa verið vandræði hjá Stuttgart síðustu ár að þegar Bitter hefur ekki átt sinn besta leik hefur ekki nógu góður markvörður komið inn á. En það er allt annað uppi á teningnum núna. Prost gæti verið byrjunarliðsmaður í mörgum liðum í deildinni og nú þegar unnið stig fyrir okkur. Það er rosalega mikilvægt að hafa tvo góða markmenn,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016.stöð 2 sport Seltirningurinn er í stóru hlutverki hjá Stuttgart og það stækkaði enn frekar þegar hin örvhenta skyttan hjá liðinu greindist með kórónuveiruna. „Þegar ég er fjær varamannabekknum hef ég spilað vörn og sókn en skipt milli varnar og sóknar þegar ég er nær bekknum. Í byrjun tímabils spilaði ég um 45 mínútur í leik en það jókst eftir að makkerinn minn greindist með covid. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum. Ég hef spilað mikið og vonandi geri ég það áfram,“ sagði Viggó að lokum.
EM 2022 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00