Þakklát fyrir að mega mæta í skólann og gríman því lítið tiltökumál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:20 Birkir Hrannar, Gunnar, Kristrún og Kristín Svanborg þreyttu próf á fyrsta degi í breyttu skólahaldi. Gríman þvældist ekkert fyrir þeim. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira