Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 19:09 Guðmundur efast um að HM í Egyptalandi fari fram í janúar. Jan Christensen/FrontzoneSport/Getty Images) Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. Þetta sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir leik gegn Litháum á morgun, í undankeppni EM. „Ég held að skyldusigur í alþjóðlegum handbolti heyri sögunni til. Það sama er hægt að segja um þýsku Bundesliguna. Það er ekki hægt að tala um skyldusigra lengur,“ sagði Guðmundur fyrir leikinn á morgun. „Íþróttir almennt hafa þróast þannig að öll lið í öllum deildum alls staðar - þar er að minnka bilið. Litháar hafa undanfarin ár fengið mjög góð úrslit á móti frábærum liðum eins og Frökkum, Portúgölum, Norðmönnum og við lentum í rosalegu basli með þá fyrir tveimur árum síðan.“ „Við þurfum að taka þetta verkefni mjög alvarlega og undirbúum okkur eins og við getum. Þetta er stuttur tími. Þetta eru óvenjulegar aðstæður. Menn eru inn og út úr hóp. Við hittumst í fyrsta skipti klukkan þrjú í dag allt liðið. Síðan er æfing í kjölfarið. Ein æfing verður að duga.“ Mikil forföll hafa verið í kringum íslenska landsliðið. Báðir vinstri hornamennirnir í upphaflega hópnum verða m.a. ekki með og Guðmundur verður að láta einn fund og eina æfingu duga fyrir leikinn annað kvöld. „Ég hef aldrei upplifað að það hafi verið svona mikil óvissa í kringum einn leik eins og þennan. Við náðum ekki einu sinni að funda því við fengum ekki út úr skimun hjá stórum hluta liðsins fyrr en klukkan tvö í dag. Við gátum ekki hist og ekki fundað. Þetta er mjög sérstakt,“ en hvaða tilfinningu hefur hann? „Maður hefur verið að fylgjast með þeim í deildunum út um allt. Auðvitað hef ég góða tilfinningu fyrir mörgum leikmannanna en auðvitað er þetta þannig að við bjuggumst við því að þetta yrðu tveir leikir og við fengum heila viku að æfa saman. Nú er það ljóst að þetta er ein æfing og svo leikur á morgun. Meira verður það ekki.“ Ísland á að spila leiki gegn Portúgal í janúar og svo að spila á HM í Egyptalandi. Aðspurður um hvernig hann sjái það svaraði Guðmundur: „Ég skal játa það að á þessari stundu sé ég þetta ekki fyrir mér. Miðað við ástandið í heiminum, hvað varðar COVID - þá eru öll lönd að loka á allt sem heitir íþróttir, samkomur og annað. Eins og staðan er í dag sé ég þetta ekki fyrir mér. Hvort að þetta verði breytt eftir miðjan desember, ég treysti mér ekki að spá fyrir um það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn - Guðmundur Guðmundsson
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira