Dagur braut ekki persónuverndarlög með birtingu athugasemdar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 23:28 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira