Gat ekki lofað Jota byrjunarliðssæti þrátt fyrir þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 08:31 Diogo Jota fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir að hafa skorað þrennu gegn Atalanta í gær. getty/Emilio Andreoli Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30
Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00
Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49